Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 23:09 Konan var verslunarstjóri hjá Subway Vísir/GVA Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt. Var konunni gefið að sök að hafa, mánudaginn 16. mars 2015, er hún var við afgreiðslustörf á veitingastað Subway, útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur. Konan hafði ekki stimplað vörurnar inn og greitt fyrir þær. Þá var hún einnig ákærð fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf, sem rekur veitingastaði Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni var sagt upp í lok mars 2015 þegar upp komst um málið. Þess var krafist að konan yrði dæmd til að greiða fyrirtækinu skaðabætur að fjárhæð 12.589 krónur ásamt vöxtum. Í öðru lagi var þess krafist að hún greiddi skaðabætur að fjárhæð 1.568 krónur.Í dómi héraðsdóms segir að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna af öllum kröfum ákæruvaldsins á þesim forsendum að ekki væri hafið yfir skynsaman vafa að hún hafi dregið að sér fé. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt. Var konunni gefið að sök að hafa, mánudaginn 16. mars 2015, er hún var við afgreiðslustörf á veitingastað Subway, útbúið 12 tommu bát og afhent eiginmanni sínum bátinn og pappamál, samtals að andvirði 1.568 krónur. Konan hafði ekki stimplað vörurnar inn og greitt fyrir þær. Þá var hún einnig ákærð fyrir að hafa dregið sér fé úr sjóðsvél veitingastaðarins þegar hún starfaði þar sem verslunarstjóri með því að hafa eytt út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina. Seinna hafi konan tekið samsvarandi fjárhæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur, alls í sjö skipti samtals 12.589 krónur. Stjarnan ehf, sem rekur veitingastaði Subway, kærði málið til lögreglu í lok apríl árið 2015 en konunni var sagt upp í lok mars 2015 þegar upp komst um málið. Þess var krafist að konan yrði dæmd til að greiða fyrirtækinu skaðabætur að fjárhæð 12.589 krónur ásamt vöxtum. Í öðru lagi var þess krafist að hún greiddi skaðabætur að fjárhæð 1.568 krónur.Í dómi héraðsdóms segir að ekkert vitni hafi fyrir dómi lýst því að það hafi séð eða orðið vitni að því að konan hefði á ólögmætan hátt tekið peninga úr peningakassanum á Subway-staðnum. Konan gaf þær skýringar að kassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann iðulega hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu. Hvað bátinn til eiginmannsins varðar sagðist hún hafa fengið þau fyrirmæli frá skrifstofunni að greiða honum á þennan hátt fyrir ýmis smáviðvik. Fyrirmælin hafi komið frá gæðastjóra sem hafi verið yfirmaður hennar á þessum tíma. Ekki hafi fylgt þessu nein nánari fyrirmæli um hvernig þetta skyldi gert. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna af öllum kröfum ákæruvaldsins á þesim forsendum að ekki væri hafið yfir skynsaman vafa að hún hafi dregið að sér fé.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira