Birkir söng eins og Sólstrandargæi fyrir nýju liðsfélagana | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 21:30 Birkir Bjarnason Vísir/Samsett Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Aston Villa í ensku b-deildinni annað kvöld en eins og aðrir nýliðar í boltanum þurfti kappinn að klára nýliðavígsluna fyrst. Birkir söng fyrir liðsfélaga sína í dag og myndband með söngnum er nú komið á netið. Birkir ákvað að velja lagið „Rangur maður“ með Sólstrandargæjunum og söng hann á íslensku fyrir leikmenn Aston Villa liðsins. Birkir kann greinilega betur við sig inn á knattspyrnuvellinum heldur en í hlutverki söngvarans og það er ekki laust við að maður vorkenni honum aðeins upp á stólnum. Það hjálpar nú ekki að „selja“ sönginn að hann kann ekki textann og þarf að lesa hann úr símanum sínum. Nú er bara að vona að Birkir Bjarnason sé ekki „rangur maður, á röngum tíma“ hjá Aston Villa heldur réttur maður á réttum stað. Fyrsti leikur hans verður á móti Brentford á útivelli á morgun en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.40. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með söngnum sem og textann með laginu fyrir forvitna.„Rangur maður“Flytjandi: SólstrandargæjarnirLag: JónasTexti: Jónas Af hverju get ég ekki, lifað eðlilegu lífi? Af hverju get ég ekki, lifað bisnesslífi, keypt mér hús, bíl og íbúð. Af hverju get ég ekki, gengið menntaveginn þangað til að ég æli. Af hverju get ég ekki, gert neitt af viti, af hverju fæddist ég lúser jééé. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Af hverju er lífið svona ömurlegt, ætli það sé skárra í Simbabwe. Af hverju var ég fullur á virkum degi, af hverju mætti ég ekki í tíma. Af hverju get ég ekki, byrjað í íþróttum og hlaupið um eins og asni. Af hverju get ég ekki, verið jafn hamingjusamur og Sigga og Grétar í Stjórninni jééé. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi jééé@101greatgoals Birkir Bjarnason sings the most popular song in Iceland pic.twitter.com/ol9J3iMbyx— 101 Great Goals (@101greatgoals) January 30, 2017 Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Aston Villa í ensku b-deildinni annað kvöld en eins og aðrir nýliðar í boltanum þurfti kappinn að klára nýliðavígsluna fyrst. Birkir söng fyrir liðsfélaga sína í dag og myndband með söngnum er nú komið á netið. Birkir ákvað að velja lagið „Rangur maður“ með Sólstrandargæjunum og söng hann á íslensku fyrir leikmenn Aston Villa liðsins. Birkir kann greinilega betur við sig inn á knattspyrnuvellinum heldur en í hlutverki söngvarans og það er ekki laust við að maður vorkenni honum aðeins upp á stólnum. Það hjálpar nú ekki að „selja“ sönginn að hann kann ekki textann og þarf að lesa hann úr símanum sínum. Nú er bara að vona að Birkir Bjarnason sé ekki „rangur maður, á röngum tíma“ hjá Aston Villa heldur réttur maður á réttum stað. Fyrsti leikur hans verður á móti Brentford á útivelli á morgun en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.40. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með söngnum sem og textann með laginu fyrir forvitna.„Rangur maður“Flytjandi: SólstrandargæjarnirLag: JónasTexti: Jónas Af hverju get ég ekki, lifað eðlilegu lífi? Af hverju get ég ekki, lifað bisnesslífi, keypt mér hús, bíl og íbúð. Af hverju get ég ekki, gengið menntaveginn þangað til að ég æli. Af hverju get ég ekki, gert neitt af viti, af hverju fæddist ég lúser jééé. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Af hverju er lífið svona ömurlegt, ætli það sé skárra í Simbabwe. Af hverju var ég fullur á virkum degi, af hverju mætti ég ekki í tíma. Af hverju get ég ekki, byrjað í íþróttum og hlaupið um eins og asni. Af hverju get ég ekki, verið jafn hamingjusamur og Sigga og Grétar í Stjórninni jééé. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi jééé@101greatgoals Birkir Bjarnason sings the most popular song in Iceland pic.twitter.com/ol9J3iMbyx— 101 Great Goals (@101greatgoals) January 30, 2017
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira