Enskan valtar yfir allt og alla Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2017 11:08 Óvænt reyndist viðtal sem Halla Þórlaug tók við norskan rithöfund nokkuð umdeilt. Viðtal við norskan rithöfund, sem var á dagskrá RUV í gærkvöldi, ætlar að reynast umdeilt. Ekki vegna neins þess sem fram kom í máli rithöfundarins, né spyrilsins ef því er að skipta, heldur sú staðreynd að Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddi við Karl Ove Knausgård á ensku. Þeir sem berjast fyrir íslenskunni og menningarlegum fjölbreytileika, orðsins menn, eru hneykslaðir á RÚV. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er einn þeirra og segir á Facebooksíðu sinni; „þykist vera víðsýnn og umburðarlyndur, en mér finnst samt að það sé skandall að Ríkissjónvarpið tali við norskan höfund á ensku. Hnuss.“Norðmaðurinn kann ekki íslenskuOg Mörður Árnason, sem einnig er íslenskufræðingur, spyr: „Af hverju talar íslenskur spyrill á ensku við norskan rithöfund í íslenska sjónvarpinu?“ Bergsteinn Sigurðsson, menningarritstjóri Ríkissjónvarpsins, svarar að bragði: „Af því að Norðmaðurinn kann ekki íslensku.“ Afar skemmtilegar og athyglisverðar umræður hafa vaknað á Facebook, hinum og þessum þráðum, vegna þessa álitaefnis og sitt sýnist hverjum. Eiríkur færir þau rök fyrir máli sínu að eitt svona viðtal skipti engu máli, frekar en eitt enskt fyrirtækisheiti, ein samkoma með ensku nafni. „En allt er þetta liður í sömu þróun - að enskan valti yfir önnur tungumál. Af því að við leyfum henni að gera það.“Ábyrgð RíkisútvarpsinsEiríkur segir jafnframt: „Ef þetta væri á Stöð 2 hefði ég ekki kippt mér upp við það. En þetta er Ríkisútvarpið og mér finnst að það eigi að hafa stefnu en ekki láta berast með straumnum. Ef ekki fannst neinn innanhúss til að taka viðtalið á skandinavísku hefði vel verið hægt að leita til annarra, t.d. rithöfunda.“ Bogi Ágústsson, hinn þaulreyndi sjónvarpsmaður, leggur orð í belg á síðu Marðar: „Góð spurning. Stundum finnst mér að félagar mínir á RÚV líti á mig sem steinaldarmann þegar ég skammast yfir því að rætt sé við Norðurlandabúa á ensku.“ Hildur Helga Sigurðardóttir er ágætt dæmi um þá sem eru óhressir og á þessari línu: „Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt, jafnvel aumingjalegt, að heyra Norðurlandabúa ræða saman á ensku. Finnum er kannski vorkunn, enda er finnska hreinlega ekkert skyld öðrum Norðurlandamálum, ólíkt íslenskunni.“Blanbinavíska og jafnréttisgrundvöllurEn, svo eru það þeir sem telja ekkert að þessu. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er til að mynda ekki sammála þessu sjónarmiði: „Enskan er alþjóðamál þar sem tveir einstaklingar af ólíku þjóðerni mætast á jafnréttisgrundvelli, í stað þess að tala móðurmál annars - „þess stóra“ í þessum samskiptum,“ segir hann á síðu Eiríks. Og enn annar sem lætur málið til sín taka er Jón Gnarr skemmtikraftur og rithöfundur með meiru. Hann sér ekkert athugavert við það þó Íslendingur tali ensku við Skandinava: „flestir tala ágæta ensku og bara fínt að notast við hana. það er löngu tími til kominn að við hættum þessum rembingi að það sé á einhvern hátt göfugt eða merkilegt að tala hrafl í dönsku eða þetta hrognamál sem kallað er blandinaviska,“ segir Jón Gnarr á sinni Facebooksíðu.Leggjum niður dönskunaOg Jón Gnarr spyr af hverju að tala eins og bjáni ef þeir sem ræða saman skilja ensku vel? „í norrænu samstarfi er það svo að svíar og norðmenn skilja hvor annan en enginn skilur dani og svo sitja finnar og íslendingar afskiptir og þurfa að bjarga sér einsog vel og þeir geta. og útaf þessu eiga eystrasalts þjóðirnar ekki séns á að taka þátt í norrænu samstarfi. það er allt í lagi að monta sig ef maður lærði í lundi eða þrándheimi en plís ekki gera þá kröfu á alla. og svo legg ég til, enn og aftur, að þeim klafa verði aflétt af börnum að vera skylt að læra dönsku. það eru fáir sem tala það tungumál og enginn skilur það, þeir skilja ekki einu sinni hvern annan.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Viðtal við norskan rithöfund, sem var á dagskrá RUV í gærkvöldi, ætlar að reynast umdeilt. Ekki vegna neins þess sem fram kom í máli rithöfundarins, né spyrilsins ef því er að skipta, heldur sú staðreynd að Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddi við Karl Ove Knausgård á ensku. Þeir sem berjast fyrir íslenskunni og menningarlegum fjölbreytileika, orðsins menn, eru hneykslaðir á RÚV. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er einn þeirra og segir á Facebooksíðu sinni; „þykist vera víðsýnn og umburðarlyndur, en mér finnst samt að það sé skandall að Ríkissjónvarpið tali við norskan höfund á ensku. Hnuss.“Norðmaðurinn kann ekki íslenskuOg Mörður Árnason, sem einnig er íslenskufræðingur, spyr: „Af hverju talar íslenskur spyrill á ensku við norskan rithöfund í íslenska sjónvarpinu?“ Bergsteinn Sigurðsson, menningarritstjóri Ríkissjónvarpsins, svarar að bragði: „Af því að Norðmaðurinn kann ekki íslensku.“ Afar skemmtilegar og athyglisverðar umræður hafa vaknað á Facebook, hinum og þessum þráðum, vegna þessa álitaefnis og sitt sýnist hverjum. Eiríkur færir þau rök fyrir máli sínu að eitt svona viðtal skipti engu máli, frekar en eitt enskt fyrirtækisheiti, ein samkoma með ensku nafni. „En allt er þetta liður í sömu þróun - að enskan valti yfir önnur tungumál. Af því að við leyfum henni að gera það.“Ábyrgð RíkisútvarpsinsEiríkur segir jafnframt: „Ef þetta væri á Stöð 2 hefði ég ekki kippt mér upp við það. En þetta er Ríkisútvarpið og mér finnst að það eigi að hafa stefnu en ekki láta berast með straumnum. Ef ekki fannst neinn innanhúss til að taka viðtalið á skandinavísku hefði vel verið hægt að leita til annarra, t.d. rithöfunda.“ Bogi Ágústsson, hinn þaulreyndi sjónvarpsmaður, leggur orð í belg á síðu Marðar: „Góð spurning. Stundum finnst mér að félagar mínir á RÚV líti á mig sem steinaldarmann þegar ég skammast yfir því að rætt sé við Norðurlandabúa á ensku.“ Hildur Helga Sigurðardóttir er ágætt dæmi um þá sem eru óhressir og á þessari línu: „Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt, jafnvel aumingjalegt, að heyra Norðurlandabúa ræða saman á ensku. Finnum er kannski vorkunn, enda er finnska hreinlega ekkert skyld öðrum Norðurlandamálum, ólíkt íslenskunni.“Blanbinavíska og jafnréttisgrundvöllurEn, svo eru það þeir sem telja ekkert að þessu. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er til að mynda ekki sammála þessu sjónarmiði: „Enskan er alþjóðamál þar sem tveir einstaklingar af ólíku þjóðerni mætast á jafnréttisgrundvelli, í stað þess að tala móðurmál annars - „þess stóra“ í þessum samskiptum,“ segir hann á síðu Eiríks. Og enn annar sem lætur málið til sín taka er Jón Gnarr skemmtikraftur og rithöfundur með meiru. Hann sér ekkert athugavert við það þó Íslendingur tali ensku við Skandinava: „flestir tala ágæta ensku og bara fínt að notast við hana. það er löngu tími til kominn að við hættum þessum rembingi að það sé á einhvern hátt göfugt eða merkilegt að tala hrafl í dönsku eða þetta hrognamál sem kallað er blandinaviska,“ segir Jón Gnarr á sinni Facebooksíðu.Leggjum niður dönskunaOg Jón Gnarr spyr af hverju að tala eins og bjáni ef þeir sem ræða saman skilja ensku vel? „í norrænu samstarfi er það svo að svíar og norðmenn skilja hvor annan en enginn skilur dani og svo sitja finnar og íslendingar afskiptir og þurfa að bjarga sér einsog vel og þeir geta. og útaf þessu eiga eystrasalts þjóðirnar ekki séns á að taka þátt í norrænu samstarfi. það er allt í lagi að monta sig ef maður lærði í lundi eða þrándheimi en plís ekki gera þá kröfu á alla. og svo legg ég til, enn og aftur, að þeim klafa verði aflétt af börnum að vera skylt að læra dönsku. það eru fáir sem tala það tungumál og enginn skilur það, þeir skilja ekki einu sinni hvern annan.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira