Óróleiki í kring um útnefningar Trump á embættismönnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 20:05 Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira