Dagskrá setningar Alþingis á fimmtudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 10:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun setja sitt þriðja þing þrátt fyrir að hafa aðeins verið í embætti í eitt og hálft ár. Vísir/Ernir Alþingi verður sett í 148. skipti á fimmtudaginn og í þriðja skiptið á rúmu ári. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Félagar úr Schola cantorum syngja við athöfnina undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Gengið til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Gengið úr kirkju í Alþingishúsið. Félagar úr Schola cantorum syngja „Gefðu að móðurmálið mitt“. Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Félagar úr Schola cantorum syngja „Stóðum tvö í túni“. Starfsaldurforseti Alþingis tekur við fundarstjórn. Starsfaldursforseti flytur minningarorð um látinn fyrrverandi alþingismann. Félagar úr Schola cantorum syngja „Nú sefur jörðin sumargræn“. Starfsaldursforseti stýrir kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar kl. 16.00 Kjörbréf afgreidd, undirritun drengskaparheita. Starfsaldursforseti stjórnar kjöri forseta Alþingis. Forseti Alþingis flytur ávarp. Kosning sex varaforseta. Nefndakjör (fastanefndir og alþjóðanefndir). Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16. 30 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi í Ríkisútvarpinu. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Alþingi verður sett í 148. skipti á fimmtudaginn og í þriðja skiptið á rúmu ári. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Félagar úr Schola cantorum syngja við athöfnina undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Gengið til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Gengið úr kirkju í Alþingishúsið. Félagar úr Schola cantorum syngja „Gefðu að móðurmálið mitt“. Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Félagar úr Schola cantorum syngja „Stóðum tvö í túni“. Starfsaldurforseti Alþingis tekur við fundarstjórn. Starsfaldursforseti flytur minningarorð um látinn fyrrverandi alþingismann. Félagar úr Schola cantorum syngja „Nú sefur jörðin sumargræn“. Starfsaldursforseti stýrir kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar kl. 16.00 Kjörbréf afgreidd, undirritun drengskaparheita. Starfsaldursforseti stjórnar kjöri forseta Alþingis. Forseti Alþingis flytur ávarp. Kosning sex varaforseta. Nefndakjör (fastanefndir og alþjóðanefndir). Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16. 30 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi í Ríkisútvarpinu. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira