Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2017 09:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00