Fræg fyrirsæta gerir sitt til að hjálpa Hannover að komast upp í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 13:00 Mynd/Samsett/Getty Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira