Fræg fyrirsæta gerir sitt til að hjálpa Hannover að komast upp í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 13:00 Mynd/Samsett/Getty Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn