Roy Carroll er ekkert hættur í boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 21:30 Roy Carroll. Vísir/Getty Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United og West Ham, er ennþá á fullu í fótboltanum og er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning. Carroll gerði nýjan eins árs samning við írska félagið Linfield en hann er að klára sitt fyrsta tímabil með Linfield-liðinu. Roy Carroll er fæddur árið 1977 og verður því fertugur í haust. Hann hefur átt mjög gott tímabil og liðið á enn möguleik á að vinna tvöfalt á hans fyrsta tímabili. Liðið er aðeins einu stigi frá toppnum og komið í undanúrslit írska bikarsins. „Roy er áhrifamikill leiðtogi sem gefur gott fordæmi fyrir alla í kringum sig,“ sagði David Healy, knattspyrnustjóri Linfield við BBC. David Healy spilaði einmitt með Roy Carroll hjá landsliði Norður-Írlands. „Hann hefur staðið sig frábærlega í markinu hjá okkur og aldrei betur en þegar frábærar markvörslur á lokamínútunum tryggðu okkur sigur á móti bæði Dungannon Swifts og Crusaders,“ sagði Healy. Roy Carroll spilaði með Manchester United frá 2001 til 2005 og varð enskur meistari 2003 og enskur bikarmeistari 2004. Hann varð einnig þrisvar sinnum grískur meistari og tvisvar sinnum grískur bikarmeistari með Olympiacos. Hann hefur einnig spilað með Hull City, Wigan Athletic, West Ham, Derby County, Odense í Danmörk og OFI Crete á löngum ferli sem hófst hjá Hull City árið 1995 rétt fyrir átján ára afmælið hans. Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki fyrir Norður-Írland og hann mætti einu sinni Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var 11. Október 2000 og Carroll hélt hreinu fram á 88. Mínútu þegar Þórður Guðjónsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Íslandi þrjú stig í undankeppni HM 2002. Carroll var þá leikmaður Wigan.Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki þar af einn þeirra á móti Íslandi.Vísir/Getty Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United og West Ham, er ennþá á fullu í fótboltanum og er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning. Carroll gerði nýjan eins árs samning við írska félagið Linfield en hann er að klára sitt fyrsta tímabil með Linfield-liðinu. Roy Carroll er fæddur árið 1977 og verður því fertugur í haust. Hann hefur átt mjög gott tímabil og liðið á enn möguleik á að vinna tvöfalt á hans fyrsta tímabili. Liðið er aðeins einu stigi frá toppnum og komið í undanúrslit írska bikarsins. „Roy er áhrifamikill leiðtogi sem gefur gott fordæmi fyrir alla í kringum sig,“ sagði David Healy, knattspyrnustjóri Linfield við BBC. David Healy spilaði einmitt með Roy Carroll hjá landsliði Norður-Írlands. „Hann hefur staðið sig frábærlega í markinu hjá okkur og aldrei betur en þegar frábærar markvörslur á lokamínútunum tryggðu okkur sigur á móti bæði Dungannon Swifts og Crusaders,“ sagði Healy. Roy Carroll spilaði með Manchester United frá 2001 til 2005 og varð enskur meistari 2003 og enskur bikarmeistari 2004. Hann varð einnig þrisvar sinnum grískur meistari og tvisvar sinnum grískur bikarmeistari með Olympiacos. Hann hefur einnig spilað með Hull City, Wigan Athletic, West Ham, Derby County, Odense í Danmörk og OFI Crete á löngum ferli sem hófst hjá Hull City árið 1995 rétt fyrir átján ára afmælið hans. Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki fyrir Norður-Írland og hann mætti einu sinni Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var 11. Október 2000 og Carroll hélt hreinu fram á 88. Mínútu þegar Þórður Guðjónsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Íslandi þrjú stig í undankeppni HM 2002. Carroll var þá leikmaður Wigan.Roy Carroll hefur spilað 44 landsleiki þar af einn þeirra á móti Íslandi.Vísir/Getty
Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira