Pólitískur vilji til að breyta lögum um helgidagafrið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. apríl 2017 20:15 Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey. Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira