Erlent

Útiloka ekki að fótboltabullur hafi staðið að baki sprengjuárásinni í Dortmund

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rútan varð fyrir sprengjuárás.
Rútan varð fyrir sprengjuárás. vísir
Saksóknarar í Þýskalandi segjast hafa verulegar efasemdir um að íslamskir öfgamenn tengist sprengjuárásinni á liðsrútu þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund fyrr í vikunni. BBC greinir frá.

Segja þeir að bréf sem fundust á vettvangi þar sem þess var krafist að yfirvöld í Þýskalandi myndu hætta stuðningi við hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna og bandamanna í Sýrlandi og Írak.

Rannsakendur telja líklegt að pólitískir öfgamenn hafi verið að verki, annaðhvort frá hægri eða vinstri vængt stjórnmálanna. Þá útiloka þeir ekki að fótboltabullur hafi staði að baki verknaðinum.

Írakskur ríkisborgari var handtekinn vegna rannsóknar málsins og er hann sagður tengjast ISIS.


Tengdar fréttir

Sprengjuárásin í Dortmund: Talinn hafa tengsl við ISIS

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ekki fundið nein sönnunargögn sem bendla manninn sem er í haldi við sprengjuárásina á liðsrútu knattspynuliðsins Borussia Dortmund á þriðjudag. Hann er þó talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS:

Telja árásina á rútu Dortmund hryðjuverk

Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði handtekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina.

Málmhlutum komið fyrir í einni sprengjunni

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið einn í tengslum við sprengjuárásina á liðsrútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í gær. Málmræmur voru notaðar í eina af sprengjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×