Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. mars 2017 18:30 Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“ Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“
Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00