Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2017 19:07 Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. Stundin og breska blaðið The Guardian birta ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna í dag. Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Þær hafi allar komið fram og verið margrannsakaðar. Hann hafi einfaldlega verið að bregðast við eins og allir þeir sem fylgdust með stöðu mála á umræddum tíma.Stundin birtir í dag ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að hruni og samskiptum Bjarna við starfsmenn bankans. Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.okróber. Stundin greinir m.a. frá viðbrögðum Bjarna í Víglínunni á Stöð 2 hinn 10. desember 2016, daginn eftir að Fréttablaðið hafði fjallað um samskipti Benedikts Sveinssonar og fleiri auðmanna við Glitni á hrunárinu.Þú sjálfur persónulega, tókst þú sjálfur eitthvað út á þessum síðustu dögum, áttir þú eitthvað í þessum sjóði? „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9. En ég man ekki eftir því að það hafi eða rekur minni til að hafi skipt máli,“ sagði Bjarni í Víglínunni. Fimmtíu milljónir eru frá árslaunum tveggja vellaunaðra einstaklinga til árslauna um tíu manns á venjubundnum launum. Í dag spurðum við Bjarna hvort 50 milljónir væru í hans huga svona litlir peningar að hann hafi ekki munað upphæðina nákvæmlega? „Nei. Þú spyrð mig þarna og biður mig að rifja upp hluti frá því átta árum áður. Og ég segi í fyrsta lagi; já ég átti í sjóði 9. Það var ekkert sérstakt sem skiptir máli sem gerðist þarna. Ég var ekki að gera annað en færa á milli sjóða. Ég geymdi alla peningana áfram í bankanum. Það er nú aðalatriði málsins og öll þessi umræða virðist snúast um það að ég hljóti að hafa vitað eitthvað sem aðrir höfðu ekki upplýsingar um. Það er bara rangt. Það eru engin gögn, hvorki fyrr né síðar, ekki í dag, ekki í þessum nýju upplýsingum, komið fram sem benda til þess,“ sagði Bjarni.Segir alla hafa vitað að bankarnir væru í vandaHann vísar til þess að íslensku bankarnir hafi allir verið í miklu vanda í upphafi árs 2008 og hann og Illugi Gunnarsson hafi vakið athygli á því í grein í Morgunblaðinu á þeim tíma. En það er líka vísað til fundar sem Bjarni átti ásamt fleirum með Þorsteini Má Baldvinssyni þáverandi formanni bankaráðs Glitnis. Þá segir Bjarni að blasað hefði við öllum að ríkið ætlaði að taka yfir 75 prósent af bankanum. „Þannig að öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir einhverjum öðrum leiðum.“Þannig að þú hafðir ekki upplýsingar sem þú jafnvel komst til föður þíns og frænda þannig að þeir brugðust við?„Nei. Þetta eru einmitt svona dylgjur sem ég hef setið undir í mörg, mörg ár og birtast í þessari frétt og í þessari spurningu. En málið er bara það að þetta hefur allt verið rannsakað. Af Rannsóknarnefnd Alþingis og síðan af slitastjórn bankans. Öll samskipti. Hver fór og hitti hvern á hvaða fundi, hvaða upplýsingar hafði hver. Ég var ekki í vinnunni við að undirbúa neyðarlögin. Ég var bara þingmaður á þessum tíma,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur svarað úttekt Stundarinnar með yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag. En Stundin og breska blaðið the Guardian fjalla bæði um þessi mál í dag í samvinnu við Reykjavík Media sem stóð að frægu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í mars 2016 sem síðar varð honum að falli.Finnst þér tímasetningin á þessum upplýsingum skipta máli?„Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði mér að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetningin merkileg og ég þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan,“ segir Bjarni Benediktsson.Viðtalið við Bjarna má finna í heild sinni hér. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. Stundin og breska blaðið The Guardian birta ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna í dag. Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Þær hafi allar komið fram og verið margrannsakaðar. Hann hafi einfaldlega verið að bregðast við eins og allir þeir sem fylgdust með stöðu mála á umræddum tíma.Stundin birtir í dag ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að hruni og samskiptum Bjarna við starfsmenn bankans. Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.okróber. Stundin greinir m.a. frá viðbrögðum Bjarna í Víglínunni á Stöð 2 hinn 10. desember 2016, daginn eftir að Fréttablaðið hafði fjallað um samskipti Benedikts Sveinssonar og fleiri auðmanna við Glitni á hrunárinu.Þú sjálfur persónulega, tókst þú sjálfur eitthvað út á þessum síðustu dögum, áttir þú eitthvað í þessum sjóði? „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9. En ég man ekki eftir því að það hafi eða rekur minni til að hafi skipt máli,“ sagði Bjarni í Víglínunni. Fimmtíu milljónir eru frá árslaunum tveggja vellaunaðra einstaklinga til árslauna um tíu manns á venjubundnum launum. Í dag spurðum við Bjarna hvort 50 milljónir væru í hans huga svona litlir peningar að hann hafi ekki munað upphæðina nákvæmlega? „Nei. Þú spyrð mig þarna og biður mig að rifja upp hluti frá því átta árum áður. Og ég segi í fyrsta lagi; já ég átti í sjóði 9. Það var ekkert sérstakt sem skiptir máli sem gerðist þarna. Ég var ekki að gera annað en færa á milli sjóða. Ég geymdi alla peningana áfram í bankanum. Það er nú aðalatriði málsins og öll þessi umræða virðist snúast um það að ég hljóti að hafa vitað eitthvað sem aðrir höfðu ekki upplýsingar um. Það er bara rangt. Það eru engin gögn, hvorki fyrr né síðar, ekki í dag, ekki í þessum nýju upplýsingum, komið fram sem benda til þess,“ sagði Bjarni.Segir alla hafa vitað að bankarnir væru í vandaHann vísar til þess að íslensku bankarnir hafi allir verið í miklu vanda í upphafi árs 2008 og hann og Illugi Gunnarsson hafi vakið athygli á því í grein í Morgunblaðinu á þeim tíma. En það er líka vísað til fundar sem Bjarni átti ásamt fleirum með Þorsteini Má Baldvinssyni þáverandi formanni bankaráðs Glitnis. Þá segir Bjarni að blasað hefði við öllum að ríkið ætlaði að taka yfir 75 prósent af bankanum. „Þannig að öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir einhverjum öðrum leiðum.“Þannig að þú hafðir ekki upplýsingar sem þú jafnvel komst til föður þíns og frænda þannig að þeir brugðust við?„Nei. Þetta eru einmitt svona dylgjur sem ég hef setið undir í mörg, mörg ár og birtast í þessari frétt og í þessari spurningu. En málið er bara það að þetta hefur allt verið rannsakað. Af Rannsóknarnefnd Alþingis og síðan af slitastjórn bankans. Öll samskipti. Hver fór og hitti hvern á hvaða fundi, hvaða upplýsingar hafði hver. Ég var ekki í vinnunni við að undirbúa neyðarlögin. Ég var bara þingmaður á þessum tíma,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur svarað úttekt Stundarinnar með yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag. En Stundin og breska blaðið the Guardian fjalla bæði um þessi mál í dag í samvinnu við Reykjavík Media sem stóð að frægu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í mars 2016 sem síðar varð honum að falli.Finnst þér tímasetningin á þessum upplýsingum skipta máli?„Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði mér að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetningin merkileg og ég þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan,“ segir Bjarni Benediktsson.Viðtalið við Bjarna má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira