Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2017 19:07 Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. Stundin og breska blaðið The Guardian birta ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna í dag. Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Þær hafi allar komið fram og verið margrannsakaðar. Hann hafi einfaldlega verið að bregðast við eins og allir þeir sem fylgdust með stöðu mála á umræddum tíma.Stundin birtir í dag ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að hruni og samskiptum Bjarna við starfsmenn bankans. Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.okróber. Stundin greinir m.a. frá viðbrögðum Bjarna í Víglínunni á Stöð 2 hinn 10. desember 2016, daginn eftir að Fréttablaðið hafði fjallað um samskipti Benedikts Sveinssonar og fleiri auðmanna við Glitni á hrunárinu.Þú sjálfur persónulega, tókst þú sjálfur eitthvað út á þessum síðustu dögum, áttir þú eitthvað í þessum sjóði? „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9. En ég man ekki eftir því að það hafi eða rekur minni til að hafi skipt máli,“ sagði Bjarni í Víglínunni. Fimmtíu milljónir eru frá árslaunum tveggja vellaunaðra einstaklinga til árslauna um tíu manns á venjubundnum launum. Í dag spurðum við Bjarna hvort 50 milljónir væru í hans huga svona litlir peningar að hann hafi ekki munað upphæðina nákvæmlega? „Nei. Þú spyrð mig þarna og biður mig að rifja upp hluti frá því átta árum áður. Og ég segi í fyrsta lagi; já ég átti í sjóði 9. Það var ekkert sérstakt sem skiptir máli sem gerðist þarna. Ég var ekki að gera annað en færa á milli sjóða. Ég geymdi alla peningana áfram í bankanum. Það er nú aðalatriði málsins og öll þessi umræða virðist snúast um það að ég hljóti að hafa vitað eitthvað sem aðrir höfðu ekki upplýsingar um. Það er bara rangt. Það eru engin gögn, hvorki fyrr né síðar, ekki í dag, ekki í þessum nýju upplýsingum, komið fram sem benda til þess,“ sagði Bjarni.Segir alla hafa vitað að bankarnir væru í vandaHann vísar til þess að íslensku bankarnir hafi allir verið í miklu vanda í upphafi árs 2008 og hann og Illugi Gunnarsson hafi vakið athygli á því í grein í Morgunblaðinu á þeim tíma. En það er líka vísað til fundar sem Bjarni átti ásamt fleirum með Þorsteini Má Baldvinssyni þáverandi formanni bankaráðs Glitnis. Þá segir Bjarni að blasað hefði við öllum að ríkið ætlaði að taka yfir 75 prósent af bankanum. „Þannig að öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir einhverjum öðrum leiðum.“Þannig að þú hafðir ekki upplýsingar sem þú jafnvel komst til föður þíns og frænda þannig að þeir brugðust við?„Nei. Þetta eru einmitt svona dylgjur sem ég hef setið undir í mörg, mörg ár og birtast í þessari frétt og í þessari spurningu. En málið er bara það að þetta hefur allt verið rannsakað. Af Rannsóknarnefnd Alþingis og síðan af slitastjórn bankans. Öll samskipti. Hver fór og hitti hvern á hvaða fundi, hvaða upplýsingar hafði hver. Ég var ekki í vinnunni við að undirbúa neyðarlögin. Ég var bara þingmaður á þessum tíma,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur svarað úttekt Stundarinnar með yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag. En Stundin og breska blaðið the Guardian fjalla bæði um þessi mál í dag í samvinnu við Reykjavík Media sem stóð að frægu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í mars 2016 sem síðar varð honum að falli.Finnst þér tímasetningin á þessum upplýsingum skipta máli?„Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði mér að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetningin merkileg og ég þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan,“ segir Bjarni Benediktsson.Viðtalið við Bjarna má finna í heild sinni hér. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. Stundin og breska blaðið The Guardian birta ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna í dag. Bjarni Benediktsson segir ekkert nýtt koma fram í þeim upplýsingum sem birtast í Stundinni í dag. Þær hafi allar komið fram og verið margrannsakaðar. Hann hafi einfaldlega verið að bregðast við eins og allir þeir sem fylgdust með stöðu mála á umræddum tíma.Stundin birtir í dag ítarlega úttekt á viðskiptum Bjarna Benediktssonar, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að hruni og samskiptum Bjarna við starfsmenn bankans. Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.okróber. Stundin greinir m.a. frá viðbrögðum Bjarna í Víglínunni á Stöð 2 hinn 10. desember 2016, daginn eftir að Fréttablaðið hafði fjallað um samskipti Benedikts Sveinssonar og fleiri auðmanna við Glitni á hrunárinu.Þú sjálfur persónulega, tókst þú sjálfur eitthvað út á þessum síðustu dögum, áttir þú eitthvað í þessum sjóði? „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9. En ég man ekki eftir því að það hafi eða rekur minni til að hafi skipt máli,“ sagði Bjarni í Víglínunni. Fimmtíu milljónir eru frá árslaunum tveggja vellaunaðra einstaklinga til árslauna um tíu manns á venjubundnum launum. Í dag spurðum við Bjarna hvort 50 milljónir væru í hans huga svona litlir peningar að hann hafi ekki munað upphæðina nákvæmlega? „Nei. Þú spyrð mig þarna og biður mig að rifja upp hluti frá því átta árum áður. Og ég segi í fyrsta lagi; já ég átti í sjóði 9. Það var ekkert sérstakt sem skiptir máli sem gerðist þarna. Ég var ekki að gera annað en færa á milli sjóða. Ég geymdi alla peningana áfram í bankanum. Það er nú aðalatriði málsins og öll þessi umræða virðist snúast um það að ég hljóti að hafa vitað eitthvað sem aðrir höfðu ekki upplýsingar um. Það er bara rangt. Það eru engin gögn, hvorki fyrr né síðar, ekki í dag, ekki í þessum nýju upplýsingum, komið fram sem benda til þess,“ sagði Bjarni.Segir alla hafa vitað að bankarnir væru í vandaHann vísar til þess að íslensku bankarnir hafi allir verið í miklu vanda í upphafi árs 2008 og hann og Illugi Gunnarsson hafi vakið athygli á því í grein í Morgunblaðinu á þeim tíma. En það er líka vísað til fundar sem Bjarni átti ásamt fleirum með Þorsteini Má Baldvinssyni þáverandi formanni bankaráðs Glitnis. Þá segir Bjarni að blasað hefði við öllum að ríkið ætlaði að taka yfir 75 prósent af bankanum. „Þannig að öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir einhverjum öðrum leiðum.“Þannig að þú hafðir ekki upplýsingar sem þú jafnvel komst til föður þíns og frænda þannig að þeir brugðust við?„Nei. Þetta eru einmitt svona dylgjur sem ég hef setið undir í mörg, mörg ár og birtast í þessari frétt og í þessari spurningu. En málið er bara það að þetta hefur allt verið rannsakað. Af Rannsóknarnefnd Alþingis og síðan af slitastjórn bankans. Öll samskipti. Hver fór og hitti hvern á hvaða fundi, hvaða upplýsingar hafði hver. Ég var ekki í vinnunni við að undirbúa neyðarlögin. Ég var bara þingmaður á þessum tíma,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur svarað úttekt Stundarinnar með yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í dag. En Stundin og breska blaðið the Guardian fjalla bæði um þessi mál í dag í samvinnu við Reykjavík Media sem stóð að frægu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í mars 2016 sem síðar varð honum að falli.Finnst þér tímasetningin á þessum upplýsingum skipta máli?„Þessi erlendi blaðamaður sem hafði samband við mig sagði mér að þeir hefðu legið á þessum upplýsingum í margar vikur. Já, mér finnst tímasetningin merkileg og ég þori að fullyrða að það tengist kosningunum sem eru framundan,“ segir Bjarni Benediktsson.Viðtalið við Bjarna má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira