Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins 6. október 2017 20:42 Jón Daði var ótrúlegur í kvöld. vísir/eyþór Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sjá meira