Aron Einar: Alveg sama þó hann skori ekki, hann er töffari Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira