Jói Berg: Strákarnir orðnir þreyttir á að gera grín að markaleysinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 22:06 „Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
„Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira