Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 11:32 Nigel Dodds, varaformaður DUP, Arlene Foster, formaður DUP, og Peter Robinson, fyrrverandi formaður DUP. Vísir/AFP Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“