Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í verslun Hagkaups við Eiðistorg í fyrrinótt grunaður um eignaspjöll.
Maðurinn lét öllum illum látum þegar lögreglu bar að garði en hann grýtti meðal annars páskaeggjum í lögreglumenn sem reyndu að róa hann. Ólátaseggurinn gisti í fangageymslu.
Auk máls páskaeggjakastarans var lögregla kölluð til vegna stúta sem óku undir áhrifum. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullar og var nokkrum komið fyrir í Hafnarfirði.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Henti páskaeggjum í lögguna
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
