Tók undir gagnrýni Páls Magnússonar á Silfrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 17:28 Ásmundur Friðriksson hefur sterkar skoðanir á kirkjuheimsóknum grunnskólabarna. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar. Áður hafði Páll Magnússon, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt Egil Helgason, annan þáttastjórnanda Silfursins, fyrir að fjalla ekki nóg um sjómannaverkfallið í þættinum á sunnudag.Í umræðum um störf þingsins í dag tók Ásmundur undir þessa gagnrýni kollega síns: „Ég er að velta fyrir mér fréttamati fjölmiðla sem oft er svolítið bjagað í mínum huga. Í þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var fjallað um brennivínsfrumvarpið í 17 mínútur en verkfall sjómanna í tvær eða þrjár. Það fannst mér einkennilegt miðað við mikilvægi málsins, atvinnugreinar sem veltir yfir 300 milljörðum á ári og heldur lífinu í landsbyggðinni. Það fékk þrjár mínútur á móti brennivíninu. Það segir svolítið um matið.“ Ásmundur kvaðst síðan hafa miklar áhyggjur af verkfalli sjómanna og að það væri mikilvægt að sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld legðu núna spilin á borðið til að ljúka mætti deilunni sem fyrst. „Hún hefur þegar tekið allt of mikinn toll, ekki bara hjá samfélaginu í heild heldur líka hjá fiskverkunarfólkinu, þjónustuaðilunum og öllum þeim sem vinna við og að sjávarútvegi.“ Alþingi Tengdar fréttir Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar. Áður hafði Páll Magnússon, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt Egil Helgason, annan þáttastjórnanda Silfursins, fyrir að fjalla ekki nóg um sjómannaverkfallið í þættinum á sunnudag.Í umræðum um störf þingsins í dag tók Ásmundur undir þessa gagnrýni kollega síns: „Ég er að velta fyrir mér fréttamati fjölmiðla sem oft er svolítið bjagað í mínum huga. Í þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn var fjallað um brennivínsfrumvarpið í 17 mínútur en verkfall sjómanna í tvær eða þrjár. Það fannst mér einkennilegt miðað við mikilvægi málsins, atvinnugreinar sem veltir yfir 300 milljörðum á ári og heldur lífinu í landsbyggðinni. Það fékk þrjár mínútur á móti brennivíninu. Það segir svolítið um matið.“ Ásmundur kvaðst síðan hafa miklar áhyggjur af verkfalli sjómanna og að það væri mikilvægt að sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld legðu núna spilin á borðið til að ljúka mætti deilunni sem fyrst. „Hún hefur þegar tekið allt of mikinn toll, ekki bara hjá samfélaginu í heild heldur líka hjá fiskverkunarfólkinu, þjónustuaðilunum og öllum þeim sem vinna við og að sjávarútvegi.“
Alþingi Tengdar fréttir Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. 5. febrúar 2017 20:24