Kæra starfsleyfi kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 12:11 Frá Helguvík. vísir/gva Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ hafa kært starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Nú þegar er starfrækt kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík en miklir erfiðleikar hafa verið í starfsemi verksmiðjunnar síðan hún tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur rekstur hennar verið stöðvaður á meðan unnið að úrbótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd en í henni segir kærendur telji „umhverfisáhrif verksmiðjunnar, ekki síst í ljósi nálægðar við þéttbýli, þar með talið rýrnun loftgæða, hávaða og 4 til 13 prósent aukinnar útlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.“ Að mati kærenda er jafnframt umhverfismati framkvæmdarinnar verulega ábótavant. Það kanni meðal annars ekki samvirk áhrif verksmiðjunnar, öflunar orku og flutnings á hennar svæðið. Einnig veki það furðu kærenda „að Umhverfisstofnun veiti starfsleyfi fyrir helmingi stærri verksmiðju en ívilnanasamningur íslenska ríkisins við Thorsil og samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun og Landsnet gera ráð fyrir. Gjalda kærendur varhug við frekari starfsleyfum til mengandi starfsemi í Helguvík,“ segir í tilkynningu. Upphaflega kærðu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi kísilmálmverksmiðjunnar í september 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi leyfið úr gildi í lok október 2016. Umvherfisstofnun gaf svo út nýtt leyfi í febrúar síðastliðnum sem samtökin kæra nú ásamt Ellerti. Í tilkynningu Landverndar segir meðal annars: „Margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eru fyrirséð af starfsemi Thorsil, þ.m.t. stóraukin losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum, rýrnun loftgæða, neikvæð sjónræn áhrif og hávaði. Ekki er tekið nægilegt tillit til þessara þátta við leyfisveitingu UST. Þá er ekki gætt að því hvernig starfsemin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, en aukning útlosunar hérlendis vegna þessarar einu verksmiðju yrði um 4-13%, sbr. nýjar útlosunartölur Umhverfisstofnunar. Verulegir ágallar á umhverfismati Í umhverfismati voru hvorki staðarvalkostir né svokallaður núllkostur, að byggja ekki verksmiðjuna, metnir líkt og lög gera ráð fyrir. Ekki voru heldur metin áhrif verksmiðjunnar á nýtingu náttúruauðlinda, þ.e.a.s. samvirk áhrif verksmiðjunnar, raforkuöflunar og lagningar háspennulína. Loks var ekki metinn sá kostur að verksmiðjan væri smærri í sniðum. Hið síðastnefnda vekur furðu þar sem ívilnanasamningur sá sem íslenska ríkið veitti Thorsil, auk samninga fyrirtækisins við Landsvirkjun um raforkukaup og um orkuflutning við Landsnet, gera allir ráð fyrir helmingi minni verksmiðju en þeirri sem UST veitti starfsleyfi fyrir. Að mati kærenda hefði Skipulagsstofnun átt að vísa frummatsskýrslu Thorsil frá vegna þessara ágalla. Ekki voru því forsendur til útgáfu starfsleyfisins.Nóg komið af mengandi stóriðju í Helguvík Telja kærendur að nóg sé komið af mengandi stóriðju í Helguvík. Tekið er undir varúðaráminningu í áliti Skipulagsstofnunar um að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Með útgáfu starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun ekki fallist á þessa ábendingu Skipulagsstofnunar.“ Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ hafa kært starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Nú þegar er starfrækt kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík en miklir erfiðleikar hafa verið í starfsemi verksmiðjunnar síðan hún tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur rekstur hennar verið stöðvaður á meðan unnið að úrbótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd en í henni segir kærendur telji „umhverfisáhrif verksmiðjunnar, ekki síst í ljósi nálægðar við þéttbýli, þar með talið rýrnun loftgæða, hávaða og 4 til 13 prósent aukinnar útlosunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.“ Að mati kærenda er jafnframt umhverfismati framkvæmdarinnar verulega ábótavant. Það kanni meðal annars ekki samvirk áhrif verksmiðjunnar, öflunar orku og flutnings á hennar svæðið. Einnig veki það furðu kærenda „að Umhverfisstofnun veiti starfsleyfi fyrir helmingi stærri verksmiðju en ívilnanasamningur íslenska ríkisins við Thorsil og samningar fyrirtækisins við Landsvirkjun og Landsnet gera ráð fyrir. Gjalda kærendur varhug við frekari starfsleyfum til mengandi starfsemi í Helguvík,“ segir í tilkynningu. Upphaflega kærðu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi kísilmálmverksmiðjunnar í september 2015 og felldi úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi leyfið úr gildi í lok október 2016. Umvherfisstofnun gaf svo út nýtt leyfi í febrúar síðastliðnum sem samtökin kæra nú ásamt Ellerti. Í tilkynningu Landverndar segir meðal annars: „Margvísleg neikvæð umhverfisáhrif eru fyrirséð af starfsemi Thorsil, þ.m.t. stóraukin losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum, rýrnun loftgæða, neikvæð sjónræn áhrif og hávaði. Ekki er tekið nægilegt tillit til þessara þátta við leyfisveitingu UST. Þá er ekki gætt að því hvernig starfsemin samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, en aukning útlosunar hérlendis vegna þessarar einu verksmiðju yrði um 4-13%, sbr. nýjar útlosunartölur Umhverfisstofnunar. Verulegir ágallar á umhverfismati Í umhverfismati voru hvorki staðarvalkostir né svokallaður núllkostur, að byggja ekki verksmiðjuna, metnir líkt og lög gera ráð fyrir. Ekki voru heldur metin áhrif verksmiðjunnar á nýtingu náttúruauðlinda, þ.e.a.s. samvirk áhrif verksmiðjunnar, raforkuöflunar og lagningar háspennulína. Loks var ekki metinn sá kostur að verksmiðjan væri smærri í sniðum. Hið síðastnefnda vekur furðu þar sem ívilnanasamningur sá sem íslenska ríkið veitti Thorsil, auk samninga fyrirtækisins við Landsvirkjun um raforkukaup og um orkuflutning við Landsnet, gera allir ráð fyrir helmingi minni verksmiðju en þeirri sem UST veitti starfsleyfi fyrir. Að mati kærenda hefði Skipulagsstofnun átt að vísa frummatsskýrslu Thorsil frá vegna þessara ágalla. Ekki voru því forsendur til útgáfu starfsleyfisins.Nóg komið af mengandi stóriðju í Helguvík Telja kærendur að nóg sé komið af mengandi stóriðju í Helguvík. Tekið er undir varúðaráminningu í áliti Skipulagsstofnunar um að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Með útgáfu starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun ekki fallist á þessa ábendingu Skipulagsstofnunar.“
Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11
Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00
Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli. 5. apríl 2017 07:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent