Leggja til að ríkisstarfsmenn þurfi ekki að vera íslenskir ríkisborgarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 08:22 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn af flutningsmönnum frumvarpsins. vísir/anton brink Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér. Alþingi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér.
Alþingi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira