Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 08:00 Stóru bomburnar eru nú samsettar til að fylgja kröfum nýrra reglna um flugeldasölu sem tóku gildi hér á landi um síðustu áramót. vísir/Vilhelm „Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30
Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00