Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Margar stórar skottertur og flugeldar munu hverfa af markaðnum eftir þessi áramót. Ástæðan er breytt reglugerð vegna Evróputilskipunar. vísir/vilhelm Áætlað er að um þrjátíu prósent af flugeldaframboði sem björgunarsveitir bjóða núna til sölu verði ekki til sölu á næsta ári. Um 30 prósent af tekjunum hverfa með þessum vörum. Ástæðan er breyting á reglugerð um flugelda sem tekur gildi 15. janúar næstkomandi. Breytingin, sem er gerð í samræmi við Evróputilskipun, felur í sér að allir skoteldar þurfi að vera CE-vottaðir og fylgja þurfi tilteknum stöðlum sem þýðir að púðurmagn í þeim skoteldum sem heimilt er að selja minnkar. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að á næsta ári verði brugðist við þessum aðstæðum með breyttu vöruúrvali.Jón Ingi SigvaldasonJón Ingi segir ágæta stemningu fyrir flugeldasölunni þetta árið. „Þetta byrjar náttúrlega alltaf rólega, en fólk virðist vera spenntara en oft áður. Sérstaklega er maður að finna það úti á landi, viðskiptavinir eru argir yfir því að þetta er að fara og þeir eru að tryggja sér sínar bombur,“ segir hann. Veðurguðirnir ættu að verða skotglöðum Íslendingum hliðhollir á gamlárskvöld. Búist er við að á laugardag verði minnkandi norðanátt og snjókoma. Sums staðar él við norðausturströndina en annars léttskýjað. „Þannig að það er útlit fyrir fínasta veður,“ segir Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Jón Ingi segir Landsbjörg ekki gera áætlanir um sölutekjur fyrir hver áramót. „Við komum ekkert nálægt sölunni sjálfri. Það eina sem ég kem nálægt sölunni sjálfri er að ég geri auglýsingaplan og auglýsi og afhendi sveitunum vörurnar. En sveitirnar eru með söluna á sínum snærum. Ég er bara í innkaupum,“ segir Jón Ingi, sem segist jafnframt ekki fá upplýsingar frá sveitunum sjálfum. „Nema einni og einni sem hringir og lætur mann vita,“ segir hann. Hann segir alla fjáröflun björgunarsveitanna vera þannig að hún skili sér beint til sveitanna sjálfra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Áætlað er að um þrjátíu prósent af flugeldaframboði sem björgunarsveitir bjóða núna til sölu verði ekki til sölu á næsta ári. Um 30 prósent af tekjunum hverfa með þessum vörum. Ástæðan er breyting á reglugerð um flugelda sem tekur gildi 15. janúar næstkomandi. Breytingin, sem er gerð í samræmi við Evróputilskipun, felur í sér að allir skoteldar þurfi að vera CE-vottaðir og fylgja þurfi tilteknum stöðlum sem þýðir að púðurmagn í þeim skoteldum sem heimilt er að selja minnkar. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að á næsta ári verði brugðist við þessum aðstæðum með breyttu vöruúrvali.Jón Ingi SigvaldasonJón Ingi segir ágæta stemningu fyrir flugeldasölunni þetta árið. „Þetta byrjar náttúrlega alltaf rólega, en fólk virðist vera spenntara en oft áður. Sérstaklega er maður að finna það úti á landi, viðskiptavinir eru argir yfir því að þetta er að fara og þeir eru að tryggja sér sínar bombur,“ segir hann. Veðurguðirnir ættu að verða skotglöðum Íslendingum hliðhollir á gamlárskvöld. Búist er við að á laugardag verði minnkandi norðanátt og snjókoma. Sums staðar él við norðausturströndina en annars léttskýjað. „Þannig að það er útlit fyrir fínasta veður,“ segir Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Jón Ingi segir Landsbjörg ekki gera áætlanir um sölutekjur fyrir hver áramót. „Við komum ekkert nálægt sölunni sjálfri. Það eina sem ég kem nálægt sölunni sjálfri er að ég geri auglýsingaplan og auglýsi og afhendi sveitunum vörurnar. En sveitirnar eru með söluna á sínum snærum. Ég er bara í innkaupum,“ segir Jón Ingi, sem segist jafnframt ekki fá upplýsingar frá sveitunum sjálfum. „Nema einni og einni sem hringir og lætur mann vita,“ segir hann. Hann segir alla fjáröflun björgunarsveitanna vera þannig að hún skili sér beint til sveitanna sjálfra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira