Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 12:20 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. Vísir/AFP Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent