City þurfti vítakeppni til að sigra Leicester Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2017 22:30 Leikmenn City fagna. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira