City þurfti vítakeppni til að sigra Leicester Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2017 22:30 Leikmenn City fagna. Vísir/Getty Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Arsenal og Manchester City komust í kvöld í undanúrslit enska deildarbikarsins. Arsenal mætti West Ham á Emirates vellinum og City sótti sigur til Leicester, en þurfti til þess vítakeppni því ekki náðu þeir ljósbláu að sigra eftir 120 mínútur. Manchester City réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og skoruðu City menn eftir tæpan hálftímaleik, markið kom frá Bernando Silva eftir góðan undirbúning Ilkay Gundogan. Í seinni hálfleik var hins vegar eins og leikmenn City væru bara að bíða eftir því að leikurinn yrði flautaður af, afskaplega lítið í gangi sóknarlega. Leicester náði hins vegar ekki að skapa sér nein dauðafæri, Vardy og Mahrez komust í einu sinni eða tvisvar í ágætar stöður en ekkert varð úr því. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Robert Madley dæmdi vítaspyrnu á Kyle Walker. Jamie Vardy fór á punktinn og jafnaði fyrir Leicester. Endursýningar sýndu að þetta var vægast sagt harður dómur, ef ekki hreinlega rangur. En honum varð ekki breytt og framlengja þurfti á King Power vellinum í Leicester. Framlengingin var mun fjörugri en fyrstu 90 mínúturnar, bæði lið áttu nokkur tækifæri á því að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þau og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Á Emirates var fyrri hálfleikur afskaplega dapur. Þegar 40 mínútur voru búnar hafði Arsenal átt þrjú skot, öll framhjá markinu. Það breyttist hins vegar rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Danny Welbeck nýtti sér óöryggi Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir með fyrsta skotinu sem rataði á rammann í leiknum. West Ham átti ekki marktilraun, hvorki á eða af rammanum, fyrr en á 64. mínútu og náðu ekki annari það sem eftir lifði. Sú tölfræði útskýrir nokkuð vel hvernig leikurinn var, einstaklega bragðlaus. Vísir var með beina textalýsingu frá leikjunum í kvöld sem lesa má hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira