Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 17:52 Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. Vísir/Ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina. Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina.
Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00