Ekki bótaskylt að mismuna lækni á grundvelli kynferðis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Deilt hefur verið um ráðninguna frá því árið 2012. vísir/getty Íslenska ríkið var í gær sýknað af miskabótakröfu æðaskurðlæknis sem taldi að honum hefði verið synjað um starf yfirlæknis á Landspítalanum sökum kynferðis síns. Starfið var auglýst árið 2012 og sóttu þrír um stöðu yfirlæknis æðaskurðlækninga, tveir karlar og ein kona. Samkvæmt mati stöðunefndar Landlæknis voru allir umsækjendur hæfir. Að endingu var konan, 41 árs gömul með fimm ára sérfræðitíma í æðaskurðlækningum, ráðin. Hún var á þeim tíma starfandi yfirlæknir deildarinnar. Sú niðurstaða var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Landspítalinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Sú niðurstaða var síðar staðfest í héraðsdómi og Hæstarétti. Í mati stöðunefndarinnar um stefnanda málsins sagði að maðurinn væri 51 árs gamall sérfræðingur sem hefði náð hámarkssérfræðitíma sem nefndin mæti. Þá hefði hann verið nokkuð virkur við vísindastörf, hefði áður verið settur yfirlæknir deildarinnar í tvö ár og hefði nokkra stjórnunarreynslu þess utan. Héraðsdómur féllst á að manninum hefði verið synjað um starfið á grundvelli kynferðis. Hins vegar var ekki fallist á að sú ákvörðun hefði svert starfsferil hans, valdið honum tjóni eða miska. Þeirri málsástæðu að einn af þeim sem sá um starfsviðtölin hefði verið meðmælandi kvenlæknisins, var ekki hleypt að. Hún kom of seint fram fyrir dómi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landspítalinn braut tvisvar gegn sama lækninum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Landspítalinn hafi brotið lög í ráðningarferli árið 2012 og sniðgengið Stefán Einar Matthíasson 15. janúar 2015 17:02 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Íslenska ríkið var í gær sýknað af miskabótakröfu æðaskurðlæknis sem taldi að honum hefði verið synjað um starf yfirlæknis á Landspítalanum sökum kynferðis síns. Starfið var auglýst árið 2012 og sóttu þrír um stöðu yfirlæknis æðaskurðlækninga, tveir karlar og ein kona. Samkvæmt mati stöðunefndar Landlæknis voru allir umsækjendur hæfir. Að endingu var konan, 41 árs gömul með fimm ára sérfræðitíma í æðaskurðlækningum, ráðin. Hún var á þeim tíma starfandi yfirlæknir deildarinnar. Sú niðurstaða var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Landspítalinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Sú niðurstaða var síðar staðfest í héraðsdómi og Hæstarétti. Í mati stöðunefndarinnar um stefnanda málsins sagði að maðurinn væri 51 árs gamall sérfræðingur sem hefði náð hámarkssérfræðitíma sem nefndin mæti. Þá hefði hann verið nokkuð virkur við vísindastörf, hefði áður verið settur yfirlæknir deildarinnar í tvö ár og hefði nokkra stjórnunarreynslu þess utan. Héraðsdómur féllst á að manninum hefði verið synjað um starfið á grundvelli kynferðis. Hins vegar var ekki fallist á að sú ákvörðun hefði svert starfsferil hans, valdið honum tjóni eða miska. Þeirri málsástæðu að einn af þeim sem sá um starfsviðtölin hefði verið meðmælandi kvenlæknisins, var ekki hleypt að. Hún kom of seint fram fyrir dómi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landspítalinn braut tvisvar gegn sama lækninum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Landspítalinn hafi brotið lög í ráðningarferli árið 2012 og sniðgengið Stefán Einar Matthíasson 15. janúar 2015 17:02 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Landspítalinn braut tvisvar gegn sama lækninum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Landspítalinn hafi brotið lög í ráðningarferli árið 2012 og sniðgengið Stefán Einar Matthíasson 15. janúar 2015 17:02