Rúnar Alex tilkynnti þetta með myndbandi á Twitter-síðu sinni í dag.
So happy and proud to join @CommonGoalOrg pic.twitter.com/vMAybtXcg7
— Runar Alex Runarsson (@runaralex) November 28, 2017
Fjölmargir leikmenn hafa gengið til liðs við Common Goal, m.a. Mats Hummels, Giorgio Chiellini, Alex Morgan og Megan Rapinoe.
Rúnar Alex hefur spilað vel í marki Nordsjælland á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.