Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 21:15 Taka þarf tillit til ótal þátta þegar hitastig nærri yfirborði jarðar er mælt úr geimnum, þar á meðal til hnignunar brauta gervitungla. Vísir/EPA Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira