Einn besti varnarmaður heims orðinn doktor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 13:45 Giorgio Chiellini fagnar marki með Juventus. Vísir/Getty Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu. Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann. Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja. Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica. Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki. Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“ Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni. Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins. Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims. Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu. Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann. Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja. Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica. Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki. Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“ Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni. Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins. Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims. Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira