Ekkert mál að vera báðum megin borðsins Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 17:30 Sonný Lára Þráinsdóttir er markvörður Breiðabliks og þriðji markvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Tom Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki áhyggjur af aldri þeirra markvarðar sem standa vaktina fyrir Ísland á Evrópumótinu í Hollandi. Allir markverðir liðsins eru skriðnir yfir á fertugsaldur og aðalmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, þeirra elst 32 ára. Ólafur er markvarðarþjálfari hjá Breiðabliki, bæði karla- og kvennaliðunum, heima á Íslandi. Hann segir það ekki erfitt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að því að velja í landsliðið hverju sinni. „Það svo sem gengur ágætlega. Ég skil bara þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu,“ sagði Ólafur á fundi með blaðamönnum í gær. Sandra Sig spilaði um tíma í atvinnumennsku en er nú markvörður Vals í Pepsi-deild kvenna.Vísir/Tom Auk Guðbjargar eru Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, í hópnum. Ólafur þekkir því vel til Sonnýjar sem hann þjálfar á hverjum degi. „Þegar kemur að því að velja liðið þá vel ég bara þá þrjá sem við teljum besta hverju sinni,“ sagði Ólafur og benti á að hann veldi markverðina í samvinnu við hina þjálfarana, þá Frey Alexandersson og Ásmund Guðna Haraldsson. „Nú erum við með þrjá bestu hér, svo er bara spurningin hvað gerist í framtíðinni.“ Ólafur telur landsliðið ágætlega sett með markverði. „Við erum með efnilega markverði heima. Berglindi í Stjörnunni og Bryndísi Láru sem bankaði hressilega á dyrnar í sumar,“ sagði Ólafur. „Eins og þið vitið er ég að þjálfa einn sem er rúmlega fertugur í Breiðabliki og er ennþá í toppstandi.“ Vísaði Ólafur þar til Gunnleifs Gunnleifssonar sem var fastamaður í A-landsliðshópi Íslands allt þar til í fyrra. Freyr Alexandersson ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð á æfingu landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom „Þetta eru allt markmenn á góðum aldri, geta haldið áfram en við erum líka með efnilega markverði sem bíða og banka á dyrnar.“ Freyr bætti við að það væri mikilvægt að halda áfram að framleiða góða leikmenn í markmannsstöðuna. „Ég held það sé eins með markverði og aðrar leikstöður. Við þurfum að vera á tánum, passa okkur að búa til framúrskarandi leikmenn. Leggja mikla vinnu á okkur til þess. Við eigum yngri markverði en þá sem Ólafur nefnir sem eru efnilegir. En það er eitt að vera efnilegur sem unglingur og taka svo þetta stóra skref sem við erum að sjá hvert fótboltinn er að þróast. Umræðuna um markmannsstöðuna má sjá eftir tæpar sjö mínútur í spilaranum hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki áhyggjur af aldri þeirra markvarðar sem standa vaktina fyrir Ísland á Evrópumótinu í Hollandi. Allir markverðir liðsins eru skriðnir yfir á fertugsaldur og aðalmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, þeirra elst 32 ára. Ólafur er markvarðarþjálfari hjá Breiðabliki, bæði karla- og kvennaliðunum, heima á Íslandi. Hann segir það ekki erfitt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að því að velja í landsliðið hverju sinni. „Það svo sem gengur ágætlega. Ég skil bara þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu,“ sagði Ólafur á fundi með blaðamönnum í gær. Sandra Sig spilaði um tíma í atvinnumennsku en er nú markvörður Vals í Pepsi-deild kvenna.Vísir/Tom Auk Guðbjargar eru Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, í hópnum. Ólafur þekkir því vel til Sonnýjar sem hann þjálfar á hverjum degi. „Þegar kemur að því að velja liðið þá vel ég bara þá þrjá sem við teljum besta hverju sinni,“ sagði Ólafur og benti á að hann veldi markverðina í samvinnu við hina þjálfarana, þá Frey Alexandersson og Ásmund Guðna Haraldsson. „Nú erum við með þrjá bestu hér, svo er bara spurningin hvað gerist í framtíðinni.“ Ólafur telur landsliðið ágætlega sett með markverði. „Við erum með efnilega markverði heima. Berglindi í Stjörnunni og Bryndísi Láru sem bankaði hressilega á dyrnar í sumar,“ sagði Ólafur. „Eins og þið vitið er ég að þjálfa einn sem er rúmlega fertugur í Breiðabliki og er ennþá í toppstandi.“ Vísaði Ólafur þar til Gunnleifs Gunnleifssonar sem var fastamaður í A-landsliðshópi Íslands allt þar til í fyrra. Freyr Alexandersson ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð á æfingu landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom „Þetta eru allt markmenn á góðum aldri, geta haldið áfram en við erum líka með efnilega markverði sem bíða og banka á dyrnar.“ Freyr bætti við að það væri mikilvægt að halda áfram að framleiða góða leikmenn í markmannsstöðuna. „Ég held það sé eins með markverði og aðrar leikstöður. Við þurfum að vera á tánum, passa okkur að búa til framúrskarandi leikmenn. Leggja mikla vinnu á okkur til þess. Við eigum yngri markverði en þá sem Ólafur nefnir sem eru efnilegir. En það er eitt að vera efnilegur sem unglingur og taka svo þetta stóra skref sem við erum að sjá hvert fótboltinn er að þróast. Umræðuna um markmannsstöðuna má sjá eftir tæpar sjö mínútur í spilaranum hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira