Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:22 Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í dag. umhverfis-og auðlindaráðuneytið Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35