Holland tryggði sér sæti í undanúrslitin Elías Orri Njarðarson skrifar 29. júlí 2017 17:45 Leikmenn Hollands fagna öðru marki sínu í dag Vísir/Getty Holland sigraði Svíþjóð í 8-liða úrslitum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fram fer í Hollandi. Jafnræði var með liðunum í leiknum en á 33. mínútu skoraði Lieke Martens beint úr aukaspyrnu og kom Hollandi yfir í leiknum. Heimastúlkur fóru því með forskot inn í síðari hálfleikinn. Strax eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik fékk Svíþjóð dauðafæri til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Á 64. mínútu skoraði Vivianne Miedema annað mark Hollands í leiknum, staðan orðin 2-0 og róðurinn orðinn þungur fyrir Svíþjóð. Bæði lið fengu fleiri færi til þess að skora en það gekk ekki að koma boltanum í netið og 2-0 sigur Hollands staðreynd og fara þær því áfram í undanúrslitin. Þar munu hollensku stelpurnar mæta annaðhvort Englandi eða Frakklandi. EM 2017 í Hollandi
Holland sigraði Svíþjóð í 8-liða úrslitum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fram fer í Hollandi. Jafnræði var með liðunum í leiknum en á 33. mínútu skoraði Lieke Martens beint úr aukaspyrnu og kom Hollandi yfir í leiknum. Heimastúlkur fóru því með forskot inn í síðari hálfleikinn. Strax eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik fékk Svíþjóð dauðafæri til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Á 64. mínútu skoraði Vivianne Miedema annað mark Hollands í leiknum, staðan orðin 2-0 og róðurinn orðinn þungur fyrir Svíþjóð. Bæði lið fengu fleiri færi til þess að skora en það gekk ekki að koma boltanum í netið og 2-0 sigur Hollands staðreynd og fara þær því áfram í undanúrslitin. Þar munu hollensku stelpurnar mæta annaðhvort Englandi eða Frakklandi.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn