Ekki merki um gosóróa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2017 09:50 Múlakvísl í morgun. vísir/frikki þór Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. Hins vegar sé vel fylgst með gangi mála. Litakóði Kötlu er farinn úr grænum í gulan. Gulur litakóði þýðir að eldstöð sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. „Það að litakóðinn sé gulur þýðir bara að menn séu aðeins meira vakandi, en við sjáum engan gosóróa eins og staðan er núna,“ segir Gunnar. Jökulhlaup stendur yfir í Múlakvísl en búist er við að flóðið muni ná hámarki innan fárra klukkustunda. Fólk hefur verið varað við því að vera í nágrenni árinnar og er Vegagerðin tilbúin til þess að loka veginum. „Þetta er órói í jarðhitakötlum sem eru undir Kötluöskjunni, líklega norðaustarlega, en rafleiðnin er líklega komin í hámark. Það urðu tveir jarðskjálftar þarna um klukkan átta í morgun, í kringum 1,5 að stærð, og það voru óróakviður þarna í nótt,“ segir Gunnar og bætir við að áfram verði fylgst með gangi mála. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að unnið sé eftir ákveðinni áætlun og að ekki verði gripið til aðgerða, á borð við lokanir á vegum, nema brýn nauðsyn sé til. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján. Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Smáhlaup hafið í Múlakvísl: Erfitt að segja til um framvinduna Straumur hefur aukist í ánni nú í kvöld og lyktin hefur versnað. 28. júlí 2017 23:30 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. Hins vegar sé vel fylgst með gangi mála. Litakóði Kötlu er farinn úr grænum í gulan. Gulur litakóði þýðir að eldstöð sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. „Það að litakóðinn sé gulur þýðir bara að menn séu aðeins meira vakandi, en við sjáum engan gosóróa eins og staðan er núna,“ segir Gunnar. Jökulhlaup stendur yfir í Múlakvísl en búist er við að flóðið muni ná hámarki innan fárra klukkustunda. Fólk hefur verið varað við því að vera í nágrenni árinnar og er Vegagerðin tilbúin til þess að loka veginum. „Þetta er órói í jarðhitakötlum sem eru undir Kötluöskjunni, líklega norðaustarlega, en rafleiðnin er líklega komin í hámark. Það urðu tveir jarðskjálftar þarna um klukkan átta í morgun, í kringum 1,5 að stærð, og það voru óróakviður þarna í nótt,“ segir Gunnar og bætir við að áfram verði fylgst með gangi mála. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að unnið sé eftir ákveðinni áætlun og að ekki verði gripið til aðgerða, á borð við lokanir á vegum, nema brýn nauðsyn sé til. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján.
Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Smáhlaup hafið í Múlakvísl: Erfitt að segja til um framvinduna Straumur hefur aukist í ánni nú í kvöld og lyktin hefur versnað. 28. júlí 2017 23:30 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Smáhlaup hafið í Múlakvísl: Erfitt að segja til um framvinduna Straumur hefur aukist í ánni nú í kvöld og lyktin hefur versnað. 28. júlí 2017 23:30
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36