Davíð segir frásögn Jóhönnu af síðasta samtalinu ekki standast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2017 21:30 Mynd frá því í apríl 1995. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, ræðir við blaðamann, Davíð Oddsson, þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. vísir/gva Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að frásögn Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, af símtali þeirra á milli í febrúar 2009, ekki standast. Frásögnin sé rangfærsla sem verði að túlka sem rugl. Þetta segir Davíð í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þar sem hann vísar í frétt Vísis upp úr nýrri bók Jóhönnu, Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kom út á dögunum. Í bókinni segir Jóhanna frá því hvernig staðið var að breytingum á stjórn Seðlabanka Íslands í febrúar 2009, en alls voru þrír bankastjórar í Seðlabankanum, þeir Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og svo Davíð, gamall andstæðingur Jóhönnu úr stjórnmálunum. Jóhanna var þá nýtekin við sem forsætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG. Allir fengu seðlabankastjórarnir bréf frá Jóhönnu þann 2. febrúar 2009 þar sem þeim var greint frá því að lagt yrði fram frumvarp um að ráðinn yrði einn seðlabankastjóri á faglegum forsendum að undangengnum hæfniskröfum. Í bókinni segir Jóhanna frá því hvernig Davíð hafi hringt í hana „fyrirvaralaust einn daginn og jós úr skálum reiði sinnar“ yfir Jóhönnu. Hafi hann verið svo æstur að um tíma hafi Jóhanna þurft að halda símtólinu frá sér. Segir Jóhanna að þetta símtal hafi verið síðasta samtalið þeirra á milli.Með átján ósvöruð símtöl í símanum „Það er ekki hægt að útiloka að Jóhanna Sigurðardóttir sé búin að gleyma því sem gerðist og þess vegna fari hún svona illa með,“ skrifar Davíð. Segist hann hafa verið staddur í London í embættiserindum fyrstu þrjá daga febrúarmánaðar árið 2009.Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, seðlabankastjórar, kynna stýrivaxtaákvörðun þann 10. september 2008.vísir/pjeturSama dag og bréfið var sent til bankastjóranna segist Davíð hafa verið á lokaðri samkomu í London þar sem ekki hafi verið hægt að opna síma. Með honum í för var embættismaður. Ef marka má frásögn Davíðs virðast hann og embættismaðurinn hafa fengið veður af bréfinu að kvöldi 2. febrúars, eftir samkomuna, þegar embættismaðurinn varð var við að reynt hafi verið að hringja í síma hans átján sinnum. Næsta morgun var hringt í Seðlabankann og beðið um að bréf forsætisráðherra yrði lesið upp. „Strax í kjölfarið hringdi formaður bankastjórnar í ráðuneytið og talaði við forsætisráðherrann. Það var í fyrsta og eina skipti sem hann gerði það,“ skrifar Davíð sem var formaður bankastjórnar Seðlabankans á þessum tíma. „Var bent á að ómögulegt væri að svara þessu bréfi daginn eftir og vissulega fundið að því hvernig að því væri staðið,“ skrifar Davíð. „Allt var þetta sérlega ógeðfellt og óþekkt úr íslenskri stjórnsýslu.“Hávaðatalið ímyndun eða tilbúningur Segir Davíð að embættismaðurinn sem var með í för hafi verið staddur í hótelherberginu á meðan samtal Davíðs og Jóhönnu fór fram og hafi hann því heyrt hvað fór fram þeim megin frá. „Enginn hávaði fylgdi samtalinu og forsætisráðherrann gat ekki verið vandræðalegri. Hávaðatalið er annað hvort ímyndun eða hreinn tilbúningur,“ skrifar Davíð. Segir hann að það eftirminnilegasta við samtalið hafi verið að Jóhanna hafi hvað eftir annað sagt: „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. En ég verð“. Skrifar Davíð að miðað við ágætt samstarf þeirra tveggja í stjórmálum í gegnum tíðina hafi hann lagt þá merkingu í orð Jóhönnu að hún hafi „neyðst til að taka þátt í þessu athæfi sem skilyrði fyrir forsætisráðherrastólinn“. „Eina sem var algjörlega fyrirvaralaust var hið dæmalausa bréf Jóhönnu sem verður henni ævinlega til minnkunar. Nú er engin ástæða til þess fyrir Jóhönnu að vera að skrökva til um þetta og því verður að verða flokka þessa rangfærslu undir rugl.“ Tengdar fréttir Síðasta samtal Jóhönnu og Davíðs: „Ég varð um tíma að halda símtólinu vel frá mér, svo æstur var hann“ Vísir birtir brot úr nýrri bók Páls Valssonar, Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur. 16. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að frásögn Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, af símtali þeirra á milli í febrúar 2009, ekki standast. Frásögnin sé rangfærsla sem verði að túlka sem rugl. Þetta segir Davíð í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þar sem hann vísar í frétt Vísis upp úr nýrri bók Jóhönnu, Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kom út á dögunum. Í bókinni segir Jóhanna frá því hvernig staðið var að breytingum á stjórn Seðlabanka Íslands í febrúar 2009, en alls voru þrír bankastjórar í Seðlabankanum, þeir Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og svo Davíð, gamall andstæðingur Jóhönnu úr stjórnmálunum. Jóhanna var þá nýtekin við sem forsætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG. Allir fengu seðlabankastjórarnir bréf frá Jóhönnu þann 2. febrúar 2009 þar sem þeim var greint frá því að lagt yrði fram frumvarp um að ráðinn yrði einn seðlabankastjóri á faglegum forsendum að undangengnum hæfniskröfum. Í bókinni segir Jóhanna frá því hvernig Davíð hafi hringt í hana „fyrirvaralaust einn daginn og jós úr skálum reiði sinnar“ yfir Jóhönnu. Hafi hann verið svo æstur að um tíma hafi Jóhanna þurft að halda símtólinu frá sér. Segir Jóhanna að þetta símtal hafi verið síðasta samtalið þeirra á milli.Með átján ósvöruð símtöl í símanum „Það er ekki hægt að útiloka að Jóhanna Sigurðardóttir sé búin að gleyma því sem gerðist og þess vegna fari hún svona illa með,“ skrifar Davíð. Segist hann hafa verið staddur í London í embættiserindum fyrstu þrjá daga febrúarmánaðar árið 2009.Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, seðlabankastjórar, kynna stýrivaxtaákvörðun þann 10. september 2008.vísir/pjeturSama dag og bréfið var sent til bankastjóranna segist Davíð hafa verið á lokaðri samkomu í London þar sem ekki hafi verið hægt að opna síma. Með honum í för var embættismaður. Ef marka má frásögn Davíðs virðast hann og embættismaðurinn hafa fengið veður af bréfinu að kvöldi 2. febrúars, eftir samkomuna, þegar embættismaðurinn varð var við að reynt hafi verið að hringja í síma hans átján sinnum. Næsta morgun var hringt í Seðlabankann og beðið um að bréf forsætisráðherra yrði lesið upp. „Strax í kjölfarið hringdi formaður bankastjórnar í ráðuneytið og talaði við forsætisráðherrann. Það var í fyrsta og eina skipti sem hann gerði það,“ skrifar Davíð sem var formaður bankastjórnar Seðlabankans á þessum tíma. „Var bent á að ómögulegt væri að svara þessu bréfi daginn eftir og vissulega fundið að því hvernig að því væri staðið,“ skrifar Davíð. „Allt var þetta sérlega ógeðfellt og óþekkt úr íslenskri stjórnsýslu.“Hávaðatalið ímyndun eða tilbúningur Segir Davíð að embættismaðurinn sem var með í för hafi verið staddur í hótelherberginu á meðan samtal Davíðs og Jóhönnu fór fram og hafi hann því heyrt hvað fór fram þeim megin frá. „Enginn hávaði fylgdi samtalinu og forsætisráðherrann gat ekki verið vandræðalegri. Hávaðatalið er annað hvort ímyndun eða hreinn tilbúningur,“ skrifar Davíð. Segir hann að það eftirminnilegasta við samtalið hafi verið að Jóhanna hafi hvað eftir annað sagt: „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. En ég verð“. Skrifar Davíð að miðað við ágætt samstarf þeirra tveggja í stjórmálum í gegnum tíðina hafi hann lagt þá merkingu í orð Jóhönnu að hún hafi „neyðst til að taka þátt í þessu athæfi sem skilyrði fyrir forsætisráðherrastólinn“. „Eina sem var algjörlega fyrirvaralaust var hið dæmalausa bréf Jóhönnu sem verður henni ævinlega til minnkunar. Nú er engin ástæða til þess fyrir Jóhönnu að vera að skrökva til um þetta og því verður að verða flokka þessa rangfærslu undir rugl.“
Tengdar fréttir Síðasta samtal Jóhönnu og Davíðs: „Ég varð um tíma að halda símtólinu vel frá mér, svo æstur var hann“ Vísir birtir brot úr nýrri bók Páls Valssonar, Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur. 16. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Síðasta samtal Jóhönnu og Davíðs: „Ég varð um tíma að halda símtólinu vel frá mér, svo æstur var hann“ Vísir birtir brot úr nýrri bók Páls Valssonar, Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur. 16. nóvember 2017 09:45