Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00