Guðmundur Þórarinsson lék síðasta stundarfjórðunginn þegar Norrköping steinlá fyrir Östersunds, 4-1, í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar í dag.
Jón Guðni Fjóluson, sem er jafnan fastamaður í vörn Norrköping, gat ekki leikið með liðinu í dag vegna meiðsla.
Guðmundur kom inn á sem varamaður á 75. mínútu, í stöðunni 2-1. Östersunds bætti svo tveimur mörkum við á lokakaflanum og tryggði sér öruggan sigur.
Alfons Sampsted sat allan tímann á bekknum hjá Norrköping. Skagamaðurinn ungi, Arnór Sigurðsson, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
