„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. desember 2017 20:00 Skattafrumvarp repúblikana er óvinsælt á meðal bandarísks almennings. Hópur fólks mótmælti í Bandaríkjaþingi þegar atkvæðagreiðsla um það fór fram. Vísir/AFP Andstæðingar umdeilds skattafrumvarps sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna og hvöttu þingmenn til að fella frumvarpið. „Kill the bill,“ hrópuðu þeir í gríð og erg, eða „drepið frumvarpið.“ Líkt og greint var frá á Vísi í morgun samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarpið með 51 atkvæði repúblikana gegn 48 atkvæðum demókrata. Þannig hafa repúblikanar, með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi, stigið skrefinu nær róttækustu breytingum á skattkerfi landsins í áratugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, opnaði fyrir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni snemma í morgun en gagnrýnendur frumvarpsins segja fyrirtæki og hina efnameiri njóta góðs af frumvarpinu, á kostnað hinna tekjulægri. Í röðum repúblikana er frumvarpinu þó vel fagnað og segja þeir að nýju lögin muni stuðla að hagvexti. Því eru ekki allir sammála, þvert á móti muni það auka fjárlagahalla ríkisins. Fulltrúadeild þingsins hafði þegar samþykkt frumvarpið, þó ekki vandræðalaust, en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna tæknilegra galla við frumvarpið. Frumvarpið þykir mikill sigur fyrir repúblikana en auk víðtækra skattalækkana verður ákvæði um Obamacare fellt út úr skattalögum. Donald Trump, sem er harður andstæðingur heilbrigðislöggjafar forvera síns í embætti, segir það mikið fagnaðarefni. Hann mun að öllum líkindum staðfesta löggjöfina von bráðar. Tengdar fréttir Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Andstæðingar umdeilds skattafrumvarps sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna og hvöttu þingmenn til að fella frumvarpið. „Kill the bill,“ hrópuðu þeir í gríð og erg, eða „drepið frumvarpið.“ Líkt og greint var frá á Vísi í morgun samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarpið með 51 atkvæði repúblikana gegn 48 atkvæðum demókrata. Þannig hafa repúblikanar, með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi, stigið skrefinu nær róttækustu breytingum á skattkerfi landsins í áratugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, opnaði fyrir atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni snemma í morgun en gagnrýnendur frumvarpsins segja fyrirtæki og hina efnameiri njóta góðs af frumvarpinu, á kostnað hinna tekjulægri. Í röðum repúblikana er frumvarpinu þó vel fagnað og segja þeir að nýju lögin muni stuðla að hagvexti. Því eru ekki allir sammála, þvert á móti muni það auka fjárlagahalla ríkisins. Fulltrúadeild þingsins hafði þegar samþykkt frumvarpið, þó ekki vandræðalaust, en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna vegna tæknilegra galla við frumvarpið. Frumvarpið þykir mikill sigur fyrir repúblikana en auk víðtækra skattalækkana verður ákvæði um Obamacare fellt út úr skattalögum. Donald Trump, sem er harður andstæðingur heilbrigðislöggjafar forvera síns í embætti, segir það mikið fagnaðarefni. Hann mun að öllum líkindum staðfesta löggjöfina von bráðar.
Tengdar fréttir Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sjá meira
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24