- Appelsínugul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði og miðhálendinu.
- Gul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland.
- Veðurstofan segir að veðrið muni skella hratt á, fyrst suðvestantil upp úr hádegi með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu.
- Í nótt eigi að ganga í suðaustanstorm norðaustanlands en lægja síðan með morgninum. Í fyrramálið er spáð hríðaveðri á Austfjörðum með talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma, en síðan rigningu. Þar á að lægja og rofa til um og eftir hádegi.
- Öllu millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst um miðjan dag í dag, samkvæmt vefsíðu flugvallarins.
- Öllu innanlandsflugi hefur einnig verið aflýst, samkvæmt vefsíðu Isavia.
- Vegagerðin hefur tilkynnt að hún hyggist loka hringveginum milli Markarfljóts og Víkur, um Hellisheiði, Þrengsli, Fróðárheiði, Kjalarnes, Hafnarfjall og Þingvallavegi um Mosfellsheiði kl. 15.
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á

Kröpp lægð færist nú yfir landið og veðurviðvaranir eru í gildi um allt land. Millilands- og innanlandsflugferðum hefur verið aflýst og til stendur að loka hlutum hringvegarins síðdegis.