Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 15:30 Björgunarsveitarmenn hafa ekki sinnt neinum útköllum það sem af er degi en aðgerðastjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“ Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“
Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24