Úr marki meistaranna yfir í spjótkastið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur Íslandsmeistarabikarinn hátt á loft. Vísir/Þórir Tryggvason Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, greindi frá því á Twitter í vikunni að takkaskórnir væru komnir ofan í skúffu og hún hefði ákveðið að snúa sér að frjálsum íþróttum. Hér var ekki á ferðinni snemmbúið aprílgabb eða einhvers konar vinnustaðahrekkur eins og blaðamaður Vísis komst að raun um þegar hann hafði samband við Bryndísi Láru. „Það er ekkert jólasprell í þessu,“ sagði Bryndís Lára hlæjandi. En af hverju tók hún þessa ákvörðun, að skipta um íþrótt?Réttur tímapunktur„Satt að segja hef ég pælt í þessu í smá tíma og fannst tímapunkturinn núna réttur til að taka mér smá pásu. Fótboltaskórnir eru komnir í skúffuna en ekki á hilluna. Þetta er tímabundið. Ég ætla að taka mér smá pásu og kíkja aftur á frjálsar íþróttir.“ Bryndís Lára æfði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og grunnurinn er því til staðar. Hennar sterkasta grein var spjótkast og hún ætlar að einbeita sér að því á nýjan leik. „Ég var í spjótkasti og ætla að láta reyna á það aftur. Þetta er búið að blunda í mér í tvö ár. Ég var líka í kúluvarpi og stangarstökki en aðallega í spjótkasti,“ sagði Bryndís Lára sem æfði með Dímon á Hvolsvelli og keppti fyrir HSK. Hún ætlar að finna sér lið til að æfa með í janúar og taka spjótkastið föstum tökum. „Ég myndi ekki nenna að dúlla mér í þessu. Ég ætla að keyra á fullu á þetta.“Donni ekkert káturBryndís Lára segir að Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, hafi ekki verið hoppandi glaður þegar hún tilkynnti honum ákvörðun sína. „Donni var ekkert kátur með mig en fannst þetta besta lausnin, að ég myndi taka pásu í staðinn fyrir að fara frá þeim. Það skilja þetta allir. Aldurinn er ekkert að vinna með manni, þannig að það var núna eða aldrei,“ segir hin 26 ára gamla Bryndís Lára. Óhætt er að segja að Bryndís Lára hætti, þótt það sé bara tímabundið, á toppnum. Hún gekk í raðir Þórs/KA frá ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi gott sumar í marki Akureyrarliðsins. Bryndís Lára lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni, fékk aðeins 15 mörk á sig, hélt hreinu í helmingi leikjanna og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn. Bryndís Lára er á því að síðasta tímabil hafi verið hennar besta á ferlinum.Færri mistök en áður„Ég var mjög ánægð með frammistöðuna. Ég gerði færri mistök en ég hef gert og var mjög sátt við það,“ sagði Bryndís Lára sem tók svo sannarlega rétta ákvörðun þegar hún færði sig um set frá ÍBV til Þórs/KA. „Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sé alls ekki eftir því að hafa farið norður og kynnst umhverfinu þar.“ Það afrek Þórs/KA að verða Íslandsmeistari var mikið, sérstaklega í ljósi þess að um veturinn var tvísýnt hvort samstarfi Þórs og KA yrði haldið áfram. „Það var mjög gott að ná að sýna samfélaginu fyrir norðan að það var vitleysa að slíta þessu. Miðað við fjöldann sem mætti á leiki hjá okkur held ég að flestir hafi verið sammála um það,“ segir hún. Bryndís Lára hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar hann valdi íslenska landsliðshópinn sem fór á EM í Hollandi. Hún var ekki sátt og sagði að valið hefði með eitthvað allt annað en frammistöðu hennar að gera. Aðspurð vill Bryndís Lára lítið tjá sig um landsliðsvalið.Óþarfi að gera mál úr þessu„Það hefur ekkert upp á sig. Ég lét óánægju mína í ljós og það er eðlilegt fyrir einhvern sem er með mikið keppnisskap. Ég held að það sé óþarfi að gera eitthvað mál úr þessu. Ég er að horfa í aðrar áttir núna,“ segir Bryndís Lára og bætir við að landsliðsvalið hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun hennar um að setja takkaskóna ofan í skúffu. Hún neitar því þó ekki að það hefði toppað frábært sumar að vera valin í landsliðið. „Auðvitað hefði ég verið mjög kát með það. En svo var ekki. Núna eru það bara frjálsar og sjáum hvernig það fer,“ segir Bryndís Lára að lokum. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, greindi frá því á Twitter í vikunni að takkaskórnir væru komnir ofan í skúffu og hún hefði ákveðið að snúa sér að frjálsum íþróttum. Hér var ekki á ferðinni snemmbúið aprílgabb eða einhvers konar vinnustaðahrekkur eins og blaðamaður Vísis komst að raun um þegar hann hafði samband við Bryndísi Láru. „Það er ekkert jólasprell í þessu,“ sagði Bryndís Lára hlæjandi. En af hverju tók hún þessa ákvörðun, að skipta um íþrótt?Réttur tímapunktur„Satt að segja hef ég pælt í þessu í smá tíma og fannst tímapunkturinn núna réttur til að taka mér smá pásu. Fótboltaskórnir eru komnir í skúffuna en ekki á hilluna. Þetta er tímabundið. Ég ætla að taka mér smá pásu og kíkja aftur á frjálsar íþróttir.“ Bryndís Lára æfði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og grunnurinn er því til staðar. Hennar sterkasta grein var spjótkast og hún ætlar að einbeita sér að því á nýjan leik. „Ég var í spjótkasti og ætla að láta reyna á það aftur. Þetta er búið að blunda í mér í tvö ár. Ég var líka í kúluvarpi og stangarstökki en aðallega í spjótkasti,“ sagði Bryndís Lára sem æfði með Dímon á Hvolsvelli og keppti fyrir HSK. Hún ætlar að finna sér lið til að æfa með í janúar og taka spjótkastið föstum tökum. „Ég myndi ekki nenna að dúlla mér í þessu. Ég ætla að keyra á fullu á þetta.“Donni ekkert káturBryndís Lára segir að Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, hafi ekki verið hoppandi glaður þegar hún tilkynnti honum ákvörðun sína. „Donni var ekkert kátur með mig en fannst þetta besta lausnin, að ég myndi taka pásu í staðinn fyrir að fara frá þeim. Það skilja þetta allir. Aldurinn er ekkert að vinna með manni, þannig að það var núna eða aldrei,“ segir hin 26 ára gamla Bryndís Lára. Óhætt er að segja að Bryndís Lára hætti, þótt það sé bara tímabundið, á toppnum. Hún gekk í raðir Þórs/KA frá ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi gott sumar í marki Akureyrarliðsins. Bryndís Lára lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni, fékk aðeins 15 mörk á sig, hélt hreinu í helmingi leikjanna og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn. Bryndís Lára er á því að síðasta tímabil hafi verið hennar besta á ferlinum.Færri mistök en áður„Ég var mjög ánægð með frammistöðuna. Ég gerði færri mistök en ég hef gert og var mjög sátt við það,“ sagði Bryndís Lára sem tók svo sannarlega rétta ákvörðun þegar hún færði sig um set frá ÍBV til Þórs/KA. „Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sé alls ekki eftir því að hafa farið norður og kynnst umhverfinu þar.“ Það afrek Þórs/KA að verða Íslandsmeistari var mikið, sérstaklega í ljósi þess að um veturinn var tvísýnt hvort samstarfi Þórs og KA yrði haldið áfram. „Það var mjög gott að ná að sýna samfélaginu fyrir norðan að það var vitleysa að slíta þessu. Miðað við fjöldann sem mætti á leiki hjá okkur held ég að flestir hafi verið sammála um það,“ segir hún. Bryndís Lára hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar hann valdi íslenska landsliðshópinn sem fór á EM í Hollandi. Hún var ekki sátt og sagði að valið hefði með eitthvað allt annað en frammistöðu hennar að gera. Aðspurð vill Bryndís Lára lítið tjá sig um landsliðsvalið.Óþarfi að gera mál úr þessu„Það hefur ekkert upp á sig. Ég lét óánægju mína í ljós og það er eðlilegt fyrir einhvern sem er með mikið keppnisskap. Ég held að það sé óþarfi að gera eitthvað mál úr þessu. Ég er að horfa í aðrar áttir núna,“ segir Bryndís Lára og bætir við að landsliðsvalið hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun hennar um að setja takkaskóna ofan í skúffu. Hún neitar því þó ekki að það hefði toppað frábært sumar að vera valin í landsliðið. „Auðvitað hefði ég verið mjög kát með það. En svo var ekki. Núna eru það bara frjálsar og sjáum hvernig það fer,“ segir Bryndís Lára að lokum.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira