Þunglyndið sækir á unga í skammdeginu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Þeir sem eru þunglyndir fyrir finna einnig frekar fyrir einkennum. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira