Þunglyndið sækir á unga í skammdeginu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Þeir sem eru þunglyndir fyrir finna einnig frekar fyrir einkennum. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás. Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás.
Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira