Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Kostnaður við komu hælisleitenda hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. vísir/eyþór Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira