Þór/KA gerði góða ferð til höfuðborgarinnar þegar liðið heimsótti Fylkisstúlkur á Flórídanavöllinn í Árbænum. Þór/KA vann sinn þriðja leik röð en lokatölur urðu 4-1, norðanstúlkum í vil.
Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir með marki á 14. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rakel Leósdóttir jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á þeirri 25.
Eftir það tóku Þór/KA stúlkur öll völd á vellinum. Andrea Mist Pálsdóttir kom Þór/KA í 2-1 og Hulda Björk Hannesdóttir jók forskotið í 3-1 með marki á 39. mínútu.
Síðari hálfleikur var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Þór/KA komst í 4-1. Það mark skoraði Hulda Ósk Jónsdóttir. Fleiri urðu mörkin ekki.
Þór/KA er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Frábær byrjun hjá liðinu sem vann Val og Breiðablik á heimavelli í tveimur fyrstu umferðunum. Fylkir er eftir þennan leik með þrjú stig eftir þrjár umferðir.
Þór/KA með fullt hús stiga eftir sigur á Fylki

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



