Landsliðskonurnar fengu að ráða því sjálfar hvernig þær höguðu sinni endurheimt í dag eftir tapið gegn Sviss í gær. Stelpurnar sem spiluðu í gær fóru margar hverjar í sund á hótelinu og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara.
Varamennirnir æfðu hins vegar af krafti á æfingavelli landsliðsins þar sem leikmenn sameinuðust svo allir undir lok æfingar til að ræða við fjölmiðla.
„Við fengum svolítið að ráða endurheimtinni. Mér finnst fínt að fara í sund og sleppa við öll högg og svoleiðis. Það er ágætt.“
Að neðan má sjá nýjasta þáttinn af EM í dag.
„Við erum bara að peppa hver aðra. Við erum mjög náinn hópur og finnum að nándin gefur manni extra mikið. Við vitum að við eigum að hugsa vel hver um aðra. Svo er frábært að fá faðmlög frá henni Gunnhildi. Hún er alveg einstök í því.“
„Andlega hliðin er betri. Við eigum einn leik eftir. Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum í þann leik og vinna hann, þakka þannig fyrir okkur.“
„Bara æðislegt. Vinnan á bak við þetta er mikil og það eru ekkert margir sem sjá hana. Ég er tilbúin að drepa fyrir þetta lið. Ég lagði alla mína orku í þetta í gær og þess vegna er ég kannski að fá fallegt knús frá mínum liðsfélögum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn og fallegu skilaboðin sem ég er búin að fá. Þetta er ómetanlegt og já, ég er bara ótrúlega þakklát.“
„Engin spurning. Ég er alltaf til í stríð.“