Leikmaður Grindavíkur skoraði í fyrsta sigri Portúgals á stórmóti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2017 18:36 Carolina Mendes kemur boltanum framhjá Gemmu Fay, markverði Skotlands og Stjörnunnar. vísir/getty Portúgal á enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta eftir 1-2 sigur á Skotlandi í Rotterdam í dag. Þetta var fyrsti sigur portúgalska kvennalandsliðsins á stórmóti frá upphafi. Leikurinn í dag var í C-riðli en síðar í kvöld mætast England og Spánn í sama riðli. Portúgal er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins, jafn mörg og England og Spánn. Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, kom Portúgölum yfir á 27. mínútu. Þetta var fyrsta mark Portúgals á stórmóti frá upphafi. Á 68. mínútu jafnaði Erin Cuthbert metin, fjórtán mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það var svo annar varamaður, Ana Leite, sem skoraði sigurmark Portúgala á 72. mínútu. Lokatölur 1-2, Portúgal í vil. Portúgal mætir Englandi í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudaginn á meðan Skotland mætir Spáni. EM 2017 í Hollandi
Portúgal á enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta eftir 1-2 sigur á Skotlandi í Rotterdam í dag. Þetta var fyrsti sigur portúgalska kvennalandsliðsins á stórmóti frá upphafi. Leikurinn í dag var í C-riðli en síðar í kvöld mætast England og Spánn í sama riðli. Portúgal er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins, jafn mörg og England og Spánn. Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, kom Portúgölum yfir á 27. mínútu. Þetta var fyrsta mark Portúgals á stórmóti frá upphafi. Á 68. mínútu jafnaði Erin Cuthbert metin, fjórtán mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það var svo annar varamaður, Ana Leite, sem skoraði sigurmark Portúgala á 72. mínútu. Lokatölur 1-2, Portúgal í vil. Portúgal mætir Englandi í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudaginn á meðan Skotland mætir Spáni.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn