Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 08:12 Flugfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir harðneskjulega meðferð gagnvart manninum. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. Flugfélagið mun framvegis bjóða þeim sem reiðubúnir eru að láta sæti sitt af hendi, þegar vélarnar eru fullar, samtals tíu þúsund dollara, eða rúmlega eina milljón króna, í bætur. Samkvæmt nýju reglunum verða farþegar ekki fjarlægðir með valdi nema af öryggisástæðum og þá verður engum gert að yfirgefa vélina nema að fengnu samþykki. Þjálfun starfsmanna verður einnig aukin og áhöfninni verður gert að innrita sig um borð að minnsta kosti einni klukkustund fyrir brottför.Dreginn með valdi Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar David Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög.Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins. Tengdar fréttir Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. Flugfélagið mun framvegis bjóða þeim sem reiðubúnir eru að láta sæti sitt af hendi, þegar vélarnar eru fullar, samtals tíu þúsund dollara, eða rúmlega eina milljón króna, í bætur. Samkvæmt nýju reglunum verða farþegar ekki fjarlægðir með valdi nema af öryggisástæðum og þá verður engum gert að yfirgefa vélina nema að fengnu samþykki. Þjálfun starfsmanna verður einnig aukin og áhöfninni verður gert að innrita sig um borð að minnsta kosti einni klukkustund fyrir brottför.Dreginn með valdi Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar David Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög.Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins.
Tengdar fréttir Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44