Telur að bensínstöðvum muni fækka verulega á næstu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 27. apríl 2017 18:31 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Auðunn Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að kaup Haga á olíufyrirtækinu Olís muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði og að bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu muni fækka verulega á næstu misserum. Hlutabréf í Högum hækkuðu um nærri sex prósent á mörkuðum í dag. Tilkynnt var um kaupin í gær en kaupverð hlutafjár í Olís nemur 9,2 milljörðum króna. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafa og Samkeppniseftirlitsins. Flestir líta svo á að með kaupunum séu Hagar að búa sig undir samkeppni við bandarísku verslunarkeðjuna Costco sem ætlar að opna bensínstöð við verslun sína í Garðabæ. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir viðbúið að þetta muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði. „Ég hef trú á því að innkoma Costco muni auka samkeppni á markaðinum og nú eru fyrirtæki á markaði að bregðast við og við fögnum því,“segir Runólfur. Festi, sem rekur Krónuna, er líka með þau áform að koma upp bensíndælum við sínar verslanir en borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki gefið grænt ljós á þær framkvæmdir. Í dag eru um 250 bensínstöðvar á landinu en Runólfur telur viðbúið að þeim fækki verulega á næstu árum. „Í núverandi álagningarumhverfi þá hafa félögin getað leyft sér að halda úti alltof stóru bensínstöðvaneti og samt haft hagnað af því. Nú geri ég ráð fyrir því að á næstu misserum munum við sjá verulega fækkun, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðin, á eldsneytisstöðvum,“ segir Runólfur. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að kaup Haga á olíufyrirtækinu Olís muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði og að bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu muni fækka verulega á næstu misserum. Hlutabréf í Högum hækkuðu um nærri sex prósent á mörkuðum í dag. Tilkynnt var um kaupin í gær en kaupverð hlutafjár í Olís nemur 9,2 milljörðum króna. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafa og Samkeppniseftirlitsins. Flestir líta svo á að með kaupunum séu Hagar að búa sig undir samkeppni við bandarísku verslunarkeðjuna Costco sem ætlar að opna bensínstöð við verslun sína í Garðabæ. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir viðbúið að þetta muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði. „Ég hef trú á því að innkoma Costco muni auka samkeppni á markaðinum og nú eru fyrirtæki á markaði að bregðast við og við fögnum því,“segir Runólfur. Festi, sem rekur Krónuna, er líka með þau áform að koma upp bensíndælum við sínar verslanir en borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki gefið grænt ljós á þær framkvæmdir. Í dag eru um 250 bensínstöðvar á landinu en Runólfur telur viðbúið að þeim fækki verulega á næstu árum. „Í núverandi álagningarumhverfi þá hafa félögin getað leyft sér að halda úti alltof stóru bensínstöðvaneti og samt haft hagnað af því. Nú geri ég ráð fyrir því að á næstu misserum munum við sjá verulega fækkun, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðin, á eldsneytisstöðvum,“ segir Runólfur.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira